Þeir neita ekki að læra íslensku frekar en ég neita að læra á skútur. Ég veit hvað segl er, ég veit hvað stefnir, skutur, stjórnborði og bakborði er. Ég veit hvað akkeri er… en ég tími einfaldlega ekki að borga fyrir skútunámskeið og eyða tíma mínum og fjármunum í það að læra á skútur. Er ég þá að neita að læra á skútur? Nei, ég er ekki að þvertaka fyrir það læra á skútur. Ég er ekki að harðneita að læra á skútur vegna einhvers þjóðernisstolts eða til þess að vera með stæla… mér finnst það...