Sælir. Þannig vill til ég hef verið júdóiðkandi í með hléum í 1-2 áratug. Hef ég þungar áhyggjur af framtíð þessarar listar á Íslandi og mun ég lýsa hér á eftir af hverju. Vona ég þó sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér, en persónuleg reynsla virðist til marks um annað.

Hvað er júdó? Júdó er japönsk list að uppruna, og hefur með sér ýmsa siði, og hugarfar sem harðir iðkendur, og að mínu mati alvöru júdómenn fara eftir. Nú eru nokkrir klúbbar á Íslandi þar sem þessi list er kennd. Ég hef mætt í þá nokkra og hef orðið var við að sumir iðkendur hafa ekki að mínum dómi rétta heilbrigða hegðun sem er líkleg til að vera iðkendum eða listinni til góðs. Sumir virðast forðast og vilja helst ekki glíma við sér betri menn ef þeir vita þeim verður kastað-vilja frekar öruggar glímur. Já, það er fínt til að byggja upp egóið ef þeir eru svo óöruggir með sig þeir þora ekki að láta kasta sér. Það er eins og heimsendir yrði ef það gerðist. Sjálfur hef ég ekki tekið æfingum svo alvarlega og oft komið fyrir að byrjendur eða lengra komnir hafa kastað mér. En fyrir mér er þetta eitt af einkennum listarinnar, eitt rangt skref á röngum tíma og allt getur gerst-þar er fegurðin og spennan í þessu og gaman að vita til þess að jafnvel óreyndari menn geti kastað lengra komnum.

Menn hér virðast taka þessu alltof persónulega-eða hegða sér eins og börn- og vera meira kært um einhvern hroka en sameiginlega velferð annarra sem vilja stunda og læra af öðrum og bæta sig t.d. í tæknilegu eða andlegu hlið listarinnar og er alveg sama um hvort þeir eru ‘þekktir’ eður ei. Svona hroki og eiginhagsmunahyggja eitra júdóið og er alls ekki í réttum anda listarinnar-það liggur nærri að ég segi að menn sem kunna að kasta kunna samt ekki alvöru júdó bara vegna þess.

Mætti ég á æfingu ekki alls fyrir löngu og glímdi við eina ‘stjörnu’ í júdóinu á Íslandi. Ekkert sérstök glíma svo sem, en það fór svo að landsliðmanninum fannst andstæðingur fara óvarlega í sókn á bragði og óttaðist um hné sitt, reis upp og gekk i burtu að nokkrum töluðum orðum við áhorfendur í kring-án þess að hneigja sig til marks um að glímu væri lokið! Sumum finnst þetta kannski of alvarlega tekið-en þegar hneigt er við upphaf glímu þá er um leið gefið í skyn að hneigt er þegar hún er búin. Annað er vanvirðing við siði, og jafnvel andstæðing. Það virðist vera vöntun hér á landi á andlega rækt við júdóið. Þá eru margar stjörnur kannski með sína ‘áhangendur’ og þá má helst ekkert gera gegn ‘þeirra’ manni. Mér sýnist margar nýrri kynslóðir í þessu halda að um glys sé að ræða og líta vel út og að láta kasta sér sé hneyksli sem ber að forðast frekar en að taka því létt, vera hógvær og læra af því.

Til að lýsa muninn af því hvernig ég upplifi þetta hér á landi og öðrum stöðum lýsi ég minni reynslu af einum júdóklúbbi í útlöndum. Þar mætti ég manni sem var bróðir hins einstaka Johan Laats-m.a. þekktur fyrir eitt einnar handar Tomoe-Nage á einu júdómóti. Meðan ég glímdi á gólfinu við bróður hans hvatti hann mig áfram og sagði nokkur vel valin orð. Þarna voru langir föstudagar og allir glímdu við alla og fljótir að finna sér andstæðinga-mun fljótari en í ónefndum klúbbum í Rvk-, það skipti engu hverjum köstuðu hverjum enda allir að þessu til að læra og hafa gaman af. Stundum er það líka þannig þegar menn eru að þróa ný brögð eða reyna finna nýjar leiðir þá er þeim kastað. Reynslan sýnir mér að í dreifbýlum hér á landi er betra viðhorf og menn ekkert í því að reyna byggja upp ímynd eða egóið. Þá finnst mér listinn hafi staðnað á Íslandi, einfaldlega vegna þess að okkar ‘toppmenn’ eru það ennþá, en án þess að hafa orðið betri upp á síðkastið. Þetta eru kannski stór orð, en að vera góður á Íslandi ætti ekki að snúast um að velja sér rétt mót til að keppa á og ná í gott sæti. Reyndar eru okkar menn sem keppa í seniora flokki að standa sig frábærlega á mótum úti, en það ýtir undir minni skoðun að okkar bestu menn eru úr eldri kynslóðinni. Þeir hafa einnig að mínum dómi stærra hjarta, og virðingu fyrir andstæðingum sínum og betri dæmi um góða júdómenn heldur en núverandi ‘stjörnur’. Ég fer að hallast að því að betra væri að eyða þessum litlu peningum sem varið er til júdósins í annað en fjárútlát til einstakra júdómanna og fá hingað nokkra þjálfara að utan til að fara hringferð í nokkrar vikur um landið þjálfa júdó og þess háttar, t.d. mann eins og Nakanishi-er gott dæmi. Sá er að kenna í Frakklandi og til marks um hvað hann kennir þá hefur t.d. sagt að mikilvægt er að ná árangri í lífinu sem og í júdóinu-annars hefur manni mistekist. En það er engu að síður mikilvægt ef við fáum einhverja hingað til lands að ‘kaffæra’ þá ekki eða hundsa vegna einhverra einstakling á íslandi sem telja sig vera samnefnara júdósins á íslandi af einhverjum ástæðum. Hef ég grun um að þann leik er búið að spila í garði eins góðs þjálfara á Íslandi, því miður.

Júdó á að vera alveg hrokalaust, menn eiga þakka fyrir anstæðinga sína og reyna koma tæknina á hærra stig á Íslandi sem og siðferði. Menn eiga að vera óhræddir á æfingum og sýna þann styrk að missa ekki andlit þó aðrir sem maður telur ekki eins góða eða harðan keppinaut sinn kasti sér-viljandi eður ei. Menn verða þá einfaldlega að verða betri-það ættu menn að sameinast um því það er allra hagur að verða betri júdómenn þó sumir séu aðeins í þessu til að fá efstu orðu á móti-meðan standardinn er miklu hærri í útlöndum, en væri miklu hærri hér ef hugarfarið væri rétt. Það virðist vera óeining í þessu milli þeirra sem vilja deila listinni og hugsa um almenna velferð allra iðkenda annars vegar og hins vegar þeirra sem vilja ‘einoka’ sér til hags á Íslandi og hugsa einungis um sínar stjörnur. Held að allt hið versta úr íslenskum stjórnmálum gæti hafa hlutgerst í stjórnun júdómála hérlendis einnig, t.d. frændsemi.

Þetta er mín persónulega skoðun á þessu öllu, vona að þeir sem ekki eigi að taka þetta til sín geri það ekki. Þeir sem unnið hafa gott óeigingjarnt, jafnvel ólaunað starf í þágu júdósins á íslandi fá mínar bestu þakkir og óska ég þeim góðs gengis í að halda því áfram þó lítinn stuðnings njóti. Þá vona ég að listinn nái því stigi í framtíðinni að bæir út á landi nái að halda áfram að bjóða þessa kennslu án þess að eiga á hættu að starfið leggist niður þegar hið óeigingjarna, hugsjónastarf sem fáir menn leggja þessu lið geta ekki lengur. Það verður að vera forgangsatriði að koma í veg fyrir það, hjá viðkomandi bæum sem og íþróttasamböndum.

Hér á eftir orð eins meistara á ensku:

There are two kinds of Randori [Randori=glímuæfing]. The first is a calculated form. Before training you decide:'I am going to try Osoto-gari, and when my partner braces his body, I will switch to Tomoe-nage.' In this case you are developing specific techniques. The second kind og training is very different. You don't think, you just attack,…and out of the flurry of action your years of training and hard work will suddenly produce a technique of startling clarity and precision. This kind of training is much more difficult because you can often end up with your partner in an undignified heap on the ground or you can be countered dramatically. If you have too much pride, you cannot do it. But both kinds are important. The first trains the mind, and the second the body…
Katsuhiko Kashiwazaki

Gott að lesa hér um júdóið, nokkrir tenglar

Judo Etiquette
http://judoinfo.com/dalien2.htm

The Philosophy of Judo
http://judoinfo.com/ojudo1.htm

Öll skítköst velkominn, enda kannski um endurspeglun að ræða.