Ég vil ekki hafa miðstýrt samfélag eða hagkerfi. Ég trúi ekki að það sé hægt að setjast niður og skrifa eða semja samfélög, svo ég get sjálfur ekki sagt þér hvernig “samfélagið ætti að vera”. Ég get hins vegar sagt þér mína skoðun á ákveðnum málefnum og fært rök fyrir þeim og ég get hæglega sagt þér, í grófum dráttum, hvernig ég vil ekki hafa það. Eftir því sem við síum meira í burtu það sem vil viljum ekki hafa þá ættum við að nálgast það kerfi sem er ákjósanlegast. En, eins og allir vita,...