Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Ron Paul

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Jebb, hann er fylgjandi lágmarksríki eins og því er lýst í bandarísku stjórnarskránni.

Re: Ron Paul

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þú segir að frjálshyggja sé klárlega málið. En frjálshyggja er vítt hugtak og ef við brjótum það frekar niður þá er Ron Paul hreinn og beinn “Constitutionalist”, þ.e. að hann einblínir á stjórnarskrá Bandaríkjanna. En hann er klárlega besta sem er í boði þarna fyrir Vestan. Eina málefnið sem ég er ósammála honum með eru fóstureyðingar, þ.e. af þeim málefnum sem hann hefur tjáð sig opinberlega

Re: Könnunin

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Kannski vegna þess að áður en fólk svarar þá hugsar það: Gæti ég undir einhverjum kringumstæðum réttlætt dauðarefsingu? Og það er ekki erfitt að finna slík tilvik

Re: Að brenna íslenska fánann

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
who the fuck cares? Ég hef lengi velt því fyrir mér að brenna íslenska fánann í einhverjum mótmælunum. Síðan þegar einhver ætlar að vera algjör anal og kæra mann fyrir að brjóta fánalögin þá bendir maður á að rauði liturinn hafi ekki verið alvöru rauðiliturinn eða að hann hafi ekki verið nákvæmlega í réttum hlutföllum :)

Re: Að brenna íslenska fánann

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Það fer eftir því hvar þú ert. Við megum ekki brenna þjóðfánann okkar svo ég viti. Bandaríkjamenn mega hins vegar brenna sinn eiginn fána, sem mér finnst nokkuð magnað. http://www.youtube.com/watch?v=ETiXXf0ZqRQ

Re: ← Þetta áhugamál sökkar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
ah, skil þig :)

Re: ← Þetta áhugamál sökkar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ekki rétt notkun á spurningarmerki?

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
bökunarofn :)

Re: ← Þetta áhugamál sökkar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
ég líka?

Re: Miðlar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Stefna Hitlers var alls ekki röngÞú um það. Ég og fleiri erum ósammála þér. Mér finnst manndráp eða morð alvarlegra en heimska… ég veit ekki hvort það sé brenglun hjá mér eða þér… en ég held að brenglunin sé hjá þér. Þú vilt hreinsa mannkynið, hann vildi hreinsa mannkynið. Eini munurinn er sá að þú leggur áherslu á annan hóp en hann. 20. öldin var sú friðsælasta, sem þýðir að það hafa aldrei jafn fáir látið lífið af völdum annarra manna, hlutfallslega séð. Það þýðir að við séum á réttri...

Re: Skoðanakönnun

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Veistu um mikið af vélum með ristum?

Re: Miðlar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Og ég hef lítið á móti kærulausum náttúruhippum. Myndi ekki segja að jakkaföt væru uppáhalds klæðnaðurinn minn. En það hverju menn hafa komist að í efnafræði, eðlisfræði eða stærðfræði skiptir ekki miklu máli. Það sem skiptir máli hérna er hvernig þeir komust að því og hvers vegna við köllum það fræði.

Re: Skoðanakönnun

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Hahaha, og viltu að við veltum okkur upp úr eilífu þunglyndi og volæði og grenjum allan daginn yfir kreppunni? Kreppan er komin til að vera, deal with it… on to something else… anything else :)

Re: Skoðanakönnun

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Það er samt alvöru orð, þó þér finnist rangt að nota það. flúsjitloks er til dæmis ekki alvöru orð, vegna þess að enginn notar það og það merkir ekki neitt fyrir neinum. Ef við komum okkur saman um það að Biltron sé nafn yfir hátalara og við notum ávallt það orð um hátalara… hver getur þá sagt að það sé ekki alvöru orð?

Re: Skoðanakönnun

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þú getur ekki skilgreint hluti út frá þeim sjálfum. Hvað er púði? Já, púði er svona hlutur sem hefur sömu eiginleika og púði, lítur út eins og púði og er í raun púði. en samt er ég engu nær um það hvað púði er (í rauninni er það orðið frekar merkingarlaust núna :S) Svo, eins og fimbulfamb sagði, þá fer þetta allt eftir því hvernig við skilgreinum orðið ‘vél’ Og ég er ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér, það má vel vera að það finnist ekki vél í ristavélum frekar en apakettir séu kettir :)

Re: Skoðanakönnun

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
víst, og tugir þúsunda íslendinga nota það árlega

Re: Skoðanakönnun

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
frosnar vöflur… það er geðveikt. Bætt við 26. maí 2010 - 22:50 síðan set ég oft grindina úr ofninum ofan á brauðristavélina og rista hluti þannig.

Re: Hversu gömul byrjuðu þið að drekka kaffi?

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
drakk fyrstu bollana líklegast í 10. bekk Ég drekk þó ekki kaffi að staðaldri. Fæ mér einstaka bolla til að vera með í kökuboðum hjá gamla fólkinu eða ef maður er viðbjóðslega þreyttur en þarf samt að koma einhverju í verk. Annars hef ég litla löngun á því að fá mér kaffibolla, svona upp úr þurru

Re: Guðlast

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Er ekki skynsamlegra að hafa það frjálsa fjölmiðlun að viðkomandi geti hreinlega svarað fyrir sig og þar með er komið óorð á þann sem var með rógburðinn? Annars, ef fólk trúir almennt rógburði og flökkusögum, liggur vandamálið þá ekki dýpra en í einföldu fjölmiðlafrelsi eða tjáningafrelsi? Svo, það að labba upp að næsta manni og hrauna yfir hann myndi ég miklu frekar fjalla um út frá friðhelgi einkalífsins en út frá tjáningarfrelsinu

Re: ← Þetta áhugamál sökkar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
/dægurmál ?

Re: Miðlar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ég vil taka það fram að ég var ekki að gagnrýna þig persónulega. En mér finnst það einnig athugavert þegar fólk fer til miðils eftir ástvinamissi. Ég veit ekki hvort það hjálpi eitthvað að takast á við sorgina að halda að einhver ókunnugur einstaklingur geti enn talað við látinn ástvin. Það hefur hins vegar komið fyrir að fólk sem missir börn eða náinn ástvin verði hreinlega húkkt á miðlum og finnst mér miðlar almennt stunda frekar siðlausa iðju.

Re: Miðlar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þú spurðir mig hvort þetta væri ekki þannig. Ég spurði á móti, að ef hlutirnir eru eins og þú lýstir, hvort umræðan væri þá ekki tilgangslaus. En ef menn viðurkenna að umræða um yfirnáttúrulega eða yfirskilvitlega hluti sé algjörlega tilgangslaus þá verða menn einnig að viðurkenna að það að fara til miðils sé algjörlega tilgangslaust, ef menn ætla að vera samkvæmir sjálfum sér.

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Og kalla síðan tannbursta bara bursta? Þá hefur maður ekki hugmynd um hvaða bursta eða hvaða vél viðkomandi á við.

Re: Miðlar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ég þakka boðið, en verð að afþakka. Ef þú getur uploadað henni máttu endilega senda mér hana.

Re: Miðlar

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
En ef það er ekki hægt að bera kennsl á það eða skilgreina það er þá ekki tilgangslaust að velta því fyrir sér í fyrsta lagi?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok