" 125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.
1)L. 82/1998, 48. gr. "

Finnst hugurum þetta vera jákvæð takmörkun á tjáningarfrelsi á Íslandi ?

Bætt við 19. maí 2010 - 10:15
Vill bæta við að þessi pæling er tilkomin af uppákomu og þeim árekstrum sem orðið hafa milli vestrænna samfélaga og múslima varðandi teikningar af spámanni þeirra.

En miðað við þessi lög væri sem dæmi minn stuðningur við teikningar danska blaðamannsins forðum eða sýning margra south park þátta ólögleg. Eða ég túlka það svoleiðis.