Er Bandarískur þingmaður Frá Texas og að mínu mati mesti snillingur í bandarískum stjórnmálum í dag. Meðal þess sem að hann vill gera (En getur ekki, bæði af því að hann er í minnihluta og af því að hann er fkn gamall) er:

1)koma með bandaríska herinn heim. For realz. Hann segir að stjórnarskrá bandaríkjanna taki það skýrt fram að herinn eigi aðeins að vera til að vernda bandaríkin (og “fyrirbyggjandi” aðgerðir í mið-austurlöndum teljast ekki með)

2) hann vill lækka tekjuskatt á bandaríkjamenn niður í 0%. sem ég skil ekki alveg hvernig væri hægt en það leiðir í nr

3) hann vill minnka ríkisstjórnina allsvakalega. Hætta við allt sem heitir health care plan, medicare etc. koma ríkisstjórninni út úr þessu, sleppa millimanninum og leyfa markaðinum að sjá um að stjórna verðinu á læknisþjónustu

3) hann vill leggja niður federal reserve bankann og koma aftur upp þeirri stefnu að tryggja bandaríska fjármuni með verðmætum s.s. gulli og silfri, en ekki með peningum og skuldum.

það er margt annað í gangi hjá þessum náunga, og eftir að vera búinn að lesa soldið um hann, og þær stefnur sem hann aðhyllist er ég sannfærður um að Libertarianism er klárlega málið.