Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Vendipunktur

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það eru indó-evrópumenn!!!! lestu sjálf/ur það sem stendur. Íslendingar eru indóevrópumenn. Það þýðir ekki að þeir séu blanda af keltum og indóevrópumönnum , það er eins og að segja að einhver sé blanda af osti og mjólkurvöru. Íslendingar eru blanda af germönnum (mikill meirihluti) og keltum

Re: Iran

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
kommúnistaríki? af hverju segiru að þeir séu kommúnistar? Þetta svar var svo mikið bull. Munu þeir nota kjarnorku til að útrýma öðrum af því að þeir hugsa bara um sjálfan sig og af því að BNA her stækkar? Hvernig í ósköpunum færðu allt þetta út?

Re: óheppin kona

í Húmor fyrir 18 árum, 7 mánuðum
hef séð hana áður. Stóð held ég nudist beach á henni eða álíka

Re: Lögleiðing Kannabis

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það sagði ég aldrei. Fólk er hins vegar að lifa eins og vélmenni ef það tekur ekki eigin ákvarðanir á eigin forsendum heldur fylgir alltaf viðmiðum annarra í eigin málum.

Re: Ástandið hér á landi er HRÆÐILEGT...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Mikið rétt. Hva, ertu hræddur við mútur? Þær geta alveg eins komið fyrir í dag og í þessu samfélagi. En í frjálshyggju eru skattar af skornum skammti og Væri líklegast séð til þess að þessir fáu starfsmenn ríkisins séu vel launaðir til þess að sporna gegn spillingu.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Væri það ekki siðblinda að banna allri þjóðinni að drekka af því að það eru einstaka aumingjar sem geta ekki stjórnað neyslu sinni? Er það ekki siðblint að koma fyrir myndavélum á hverju heimili til að verjast heimilisofbeldi, hlera alla síma til að koma í veg fyrir alla glæpi og svik, neyða sama lífstílinn upp á alla þannig að þegar Ríkið lítur yfir ársuppgjörið þá verða lífslíkur landans 2 árum hærri en hún var áður. Varaðu þig á því hvað þú kallar siðblindu. Siðferði skalt sjaldnast nota...

Re: Iran

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hvaða staðreyndum?

Re: Iran

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þeir sóttu ekki um þetta semsagt að fá kjarnorkuver í raforkuskyni Hver hefur það bessaleyfi að einoka notkun á kjarnorku? það er í lagi að ísraelar séu með kjarnavopn því íræelska þjóðin er Civilised eða siðferðisleg þjóð þeim er treistandiSíðan hvenær hefur það verið mælikvarði á einhverju. Siðferði er ekki mælanlegt og þessi fullyrðing er sú fáránlegasta sem hefur komið á huga hingað til. Hefuru komið til Íran? Saga Íran er af svo mikið hærra menningarstigi en Ísraelska að það nær engri...

Re: Vendipunktur

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hvað eru Aríar þá? Það sem þið haldið að kallast Aríar það heitir Germanir.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ef fólk er skynsamt þá fer það ekki að missa sig í vímuefnum. Rétt eins og meirihluti missir sig ekki í áfengi þrátt fyrir að áfengi sé mjög ávanabindandi efni. Við getum alveg eins forðað fólki frá bílum, það deyja nú líklegast fleiri af völdum bíla á Íslandi en af völdum ólöglegra vímuefna

Re: Iran

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Og hvort ætli fái þjóðina til að fylgja honum. Þegar þeir fá að nota kjarnorku í friðsömum tilgangi eða þegar þeir eru sviptir þeim munaði að geta knúð landið áfram með kjarnorku?

Re: Iran

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Banna mönnum að eiga hnífa af því að menn geta notað þá í vondum tilgangi?

Re: Iran

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Eins og að vera hluti af aðlinum og pína almenning bara “af því maður getur það”. Hvort ætli almenningurinn sé líklegri til vandræða þegar hann er sáttur eða þegar hann er píndur?

Re: Iran

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Af hverju þá að hafa kjarnorkuvopn? Hvernig ætlaru að nota kjarnorkuvopn sem öryggisatriði. Bætt við 21. desember 2006 - 13:15 Hingað til hafa Ísraelsmenn leyft þeim að safna ryki niðri í kjallara. Af hverju fá Íranir ekki að njóta sama vafa?

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hvað er skynsamt og hvað ekki? Skynsemi er bara matsatriði, sem sagt fer algjörlega eftir hverjum og einu hvar hann dregur hvaða línu í hverju málefni fyrir sig. Er þá ekki einmitt betra að hver og einn dragi sína eigin línu í stað þess að allir séu þröngvaðir sömu megin við tilbúna línu meirihlutans?

Re: Iran

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Á samt að banna Írönum að framleiða orku bara vegna þess að þeir gætu mögulega misnotað hana?

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Svo er náttúrulega hægt að neyða alla til að ganga með eldingavara á höfðinu. Menn gætu allt í einu dáið af eldingu sem lækkar lífslíkur í landinu. Okkar líf snýst náttúrulega bara um að tölurnar á ársuppgjöri ríkisins líti sem best út… right?

Re: Hver er maðurinn?

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þetta er pottþétt trikk, þetta er Chaplin!!!!!

Re: Fátæk börn, hvað má ræða?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það sem ég var að segja var að það er ekki gert grín af börnum bara út af því að þau eru í ódýrum fötum. Það er gert grín af börnum. Það eru bara einfaldlega sum börn sem lenda í einelti í ákveðnum hópum og þá eru hreinlega fundnir hlutir til að gera grín af.

Re: fíkn, 2 skoðanir

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ef að fólk vill ekki hætta í neyslu þá á ekki að neyða það til þess. Ég sé svo óendanlega mikið af feitu fólki nú til dags. Sérstaklega ungar stelpur, kannski um tvítugs, sem eru bara ógeðslega feitar. Maður sér þetta lið að troða í sig hamborgara eða fá sér sælgæti en samt myndi ég aldrei hindra þau með valdi. Þau þurfa að lifa við þennan líkama og form. Þetta getur líka hamlað fjölskyldum þeirra en samt styð ég ekki bann á sukkfæði eða því um líkt. sama átti að vera á teningnum með allt annað

Re: Ástandið hér á landi er HRÆÐILEGT...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Átthagafjötrar, sem eru einn af stóru þáttunum varðandi miðaldirnar, er eitthvað sem frjálshyggja er alfarið andsnúin. Hún gerði það að verkum að fólk mátti ekki flytjast á milli, varð að vera á jörðinni sem það fæddist og þurfti því að vinna vinnu eigandans. Einnis sleppir þú mikilvægum hlutum úr eins og að aðalsmenn og ríki beittu oft hermönnum, rétt eins og gert er í löndum eins og Kína (torg hins himneska friðar) sem frjálshyggja er einnig gegn en þar má ekki beita valdi á neinn sem...

Re: Vendipunktur

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 7 mánuðum
germönum og keltum…

Re: Lögleiðing Kannabis

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Skiptir ekki máli hvað fólk vill sjálft? við fáum ein 70 ár að meðaltali á þessari jörð og mér finnst að hver og einn eigi að eyða þeim eins og hann vill. Við eigum ekki að lifa lífunum eins og vélmenni bara af því það kemur betur út á tölunum við ársuppgjö

Re: fíkn, 2 skoðanir

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Bannið gerir þeim erfiðara fyrir. Hækkar verð, minnkar gæði, ekkert heilbrigðiseftirlit. En hvernig fíkla erum við þá að tala um?

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Miðað við hvað þú ert töff?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok