Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Trúleysi í grunninn

í Deiglan fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Sem sagt ég get verið kristinn án þess að trúa á jesú, guð né neitt það sem stendur í biblíunni? Vandamálið er bara að það vantar almennilega skilgreiningu á Kristni. Sumir segja það að trú á Biblíuna, heila ritningu kristinna manna, aðrir blása á allar sögurnar og oftast allt gamla testamentið í heild, meira að segja meyburðinn og segja upprisuna aðal málið. Aðrir trúa ekki einu sinni á líf eftir dauðann (hvað þýðir dauði þá?) og taka bara siðaboðskapinn… sem er í raun bara siðfræði....

Re: Trúleysi í grunninn

í Deiglan fyrir 18 árum
Ég sé eftir því að hafa ekki haft kjarkinn í það að fermast ekki. Málið er að ég hef aldrei trúað á guð né neitt yfirnáttúrulegt. Mér leið alltaf illa þegar ég fór með trúarjátninguna. Presturinn minn var hins vegar mjög indæll maður og í sinni saklausu trú lýsti hann því hvernig hann túlkaði guð og það var að guð væri kærleikur. Það var ekki fyrr en ég fattaði seinna að það væri alls ekkert kristni, það eitt að fylgja boðskapnum er bara almennt siðferði sem við höfum tamið okkur.

Re: Pentagram með frumaflatengingum

í Dulspeki fyrir 18 árum
Hvað er að því að vera ásatrúar, kristinn, múslimi? Svo sem ekkert, mér finnst þetta bara kjánalegt. Reyna að búa til einhverja trúarstefnu í kringum eðlisfræðikenningu sem er eldri en nýjatestamentið. Frumöflin gagnvart lotukerfinu er líkt og stjörnuspá gagnvart stjörnufræði eða sköpunarsagan gagnvart þróunarkenningunni

Re: Trúleysi í grunninn

í Deiglan fyrir 18 árum
Hvert var hlutfall þeirra sem ekki voru vísindamenn?

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
Af því að þú veist svo mikið betur? Trúarbrögð og stjórnmál eru ekki það sama. Það ættirðu að vita sjálfur þar sem þú, að því er þú virðist sjálfur halda, hefur kynnt þér trúarbrögð til hins ýtrasta. Trúarbrögð í hinum vestræna heimi skipta nákvæmlega engu máli hvað stjórnun ríkisins varðar, í það minnsta hvað vestur-evrópu varðar. leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér en ég held að BNA sé eitt af fáum löndum í heiminum þar sem fullkominn aðskilnaður ríkis og kirkju. Er það sjálfsagt að...

Re: Sniper Jesus

í Húmor fyrir 18 árum
Ég er /b/jáni og allt það en ég bara sætti mig við það að hugi er ekki /

Re: The Game

í Húmor fyrir 18 árum
4chan húmor.

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
afsakaðu þá, ritmennsku. Þú mátt hunsa rök eins og þú vilt. Bara ekki búast við að fólk taki þá eins mikið mark á þér og öðrum.

Re: Ímyndaðir vinir?

í Deiglan fyrir 18 árum
Það fer eftir því í hvaða skilningi þú talar um virðingu. Ef einhver fær sér ljótar buxur þá virði ég hann kannski það mikið að vera ekki að nefna það við hann, hans smekkur, hans buxur. En það stoppar mig ekki í að segja mitt álit á þeim hér á huga eða gera grín að þeim. Rétt eins og pólitískar skoðanir. Ég hika ekki við að tala um stjórnmál á huga. Á ég að sýna framsóknarmönnum þá virðingu sem þeir eiga skilið og ekki efast um það sem þeir segja, hvað þá að halda einhverju örðu fram. Hver...

Re: Trúleysingjar

í Deiglan fyrir 18 árum
Þau leysast upp smátt og smátt með hjálp frá veðrun, sýru og örverum. Þó geta þau verið varðveitt lengi í mýrum og á þurrum eða köldum stöðum

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
Með hvað að leiðarljósi? Ekki fela þig á bak við rökvillur. Þetta er umræðuvefur þar sem rök mæta rökum. Ekki temja þér lélega ræðumennsku

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
Staðreyndir um viðkomandi komi máli hans ekkert við og er það slæmur ávani að vera með persónuárásir, sama í hvaða formi í umræðu. Bentu mér á mína rökvillu, ég vitnaði aðeins í þín orð, þú vitnaðir í aldur viðkomandi sem er umræðunni algjörlega óviðkomandi. Sama hvort hann sé 17, þroskaeftur, alkahólisti, morðingi, nauðgari, bankastjóri eða eitthvað annað þá kemur það umræðunni ekki við.

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
Ertu geðveikur? Með því að opna umræðu er hann þá að ráðast á trúarlíf fólks? Er einstefna á upplýsingar varðandi trú á íslandi? Trú getur verið róandi, en það gerir hana ekki sanna. Það er enginn að banna fólki að trúa, það er enginn beittur valdi hérna á huga, bara opin umræða sem trúaðir virðast einhvern vegin vera á móti. Ef menn vilja forðast sannleikann til að finna sálarró þá er það þeirra mál. En ég vil persónulega að ef læknirinn minn finnur í mér krabbamein, að hann segi mér frá...

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
Ef trúaðir vilja tileinka sér það góða sem kemur af trú verða þeir að taka ábyrgð á hinu slæma. Það getur vel verið að það hafi verið einhverjir skítugir, spilltir karlar á bak við tjöldin að nota sér trú í árásunum á Tvíburaturnana, rannsóknarréttinum, krossförunum og fleira en það hefði ekki verið mögulegt ef það hefði ekki verið fyrir saklausa trú almenningsins

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
Ástæður Stalíns og Maó voru svo sannarlega ekki tengdar trúleysi þeirra þar sem að trúleysið skapar nokkurs konar “tóm” sem ekki er hægt að nota sem afsökun fyrir gjörðum sínum. Sem er það sem trúleysingjar eru stoltir fyrir. En það er ástæða fyrir því af hverju ég hætti ekki að trúa: ég hef frelsið til að trúa á það sem ég vil, eða trúa ekki. Hvort sem það er Guð, fljúgandi spagettískrímslið, Mátturinn úr Star Wars eða hreinlega ekki neitt, þá bý ég yfir því frelsi að mega trúa á það sem ég...

Re: Pentagram með frumaflatengingum

í Dulspeki fyrir 18 árum
frumöfl? Hvað á það að þýða. Fyrir mér er þetta bara fólk sem vill vera öðruvísi en hinir ríkjandi fylgjendur hins abrahamíska guðs

Re: Trúleysingjar

í Deiglan fyrir 18 árum
Hún fjallar samt um það

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
Ég segi bara að ef trúaðir vilja tileinka sér það góða sem hefur verið gert í nafnið trúar þá eigi þeir að taka ábyrgð á hinu slæma. Þetta er nú dálítið skrítin túlkun á guði hjá þér að mínu mati.

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
En hann er á móti því. Hvað kemur aldur hans við? Er það ekki svolítið barnalegt að nefna aldur hans en ekki gagnrýna það sem hann hefur að segja. Ekki beita rökvillum. Bætt við 21. ágúst 2007 - 18:42 http://www.vantru.is/rokvillur/

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
Sýniru manni sem segir svertingja-, ljósku-, gyðingabrandara andúð?

Re: Trúarbrögð en ekki Trúin sjálf

í Deiglan fyrir 18 árum
Þetta er korkur, ekki grein. Ekki mikið um heimildir. En ókei, árásir kirkjunnar gegn framgangi vísinda er gott dæmi ef þú þarft eitthvert og sérð það ekki sjálfur. Það vildi svo til að Jósef Stalín og Maó voru trúleysingjar. Þeir gerðu hins vegar ekki voðaverk sín í nafni trúleysis, ólíkt rannsóknarréttinum og trúboðum. Stalín og Hitler voru báðir með yfirvaraskegg… er ástæðan fyrir voðaverkunum þá yfirvaraskegg? Hins vegar geturu vel kennt islam um 11/9, kristni um rannsóknarréttinn og...

Re: Pentagram með frumaflatengingum

í Dulspeki fyrir 18 árum
Í dag hafa margir nýheiðingjar þessa skoðun líka, þar á meðal Wicca-fylgjendur.

Re: Ímyndaðir vinir?

í Deiglan fyrir 18 árum
það getur vel verið að þér sé sama um hvaðan fólk fær siðgæði sitt en staðreyndin er sú að það kemur ekki úr biblíunni. Hvernig getur þú metið það hvað er níður og hvað ekki? Þú hlýtur að átta þig á því að bara af því að þér finnst eitthvað ekki fyndið þarf það ekki að vera níður. eða jú, ókei, þetta er níður. Hvað með það? Ég talaði ekki um mann sem trúði á appelsínur heldur mann sem trúði að hann væri appelsína (hindúar trúa líka á kýr, þó svo að þær séu étnar… berðu virðingu fyrir...

Re: Trúleysingjar

í Deiglan fyrir 18 árum
Hvað kallaru þá að vera kristinn? Það að fylgja kenningum jesú? Þú þarft bara að hafa almennt siðferði til þess, ekkert meira. Til að vera kristinn og teljast trúaður verðuru að trúa öllu bullinu um líf eftir dauða, upprisu holdsins, helvíti og himnaríki, sköpunarsöguna og allt ruglið. Trúleysingjar eru alls ekki gáfaðri. Hins vegar eru meiri líkur á því að vel menntuð manneskja sé trúlaus. Það er það eina sem rannsóknir hafa sýnt fram á. Trúlausir trúa ekki. Það að kalla trúleysi trú sem...

Re: Pentagram með frumaflatengingum

í Dulspeki fyrir 18 árum
Hversu einmana þarf maður að vera?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok