ég er búinn að fá mig fullsaddann af trúuðu fólki sem ákveður að segja að trúlausir séu vondir af því þeir séu á móti trú! Ég hef fréttir að færa ykkur, ó trúaði hluti huga.is: Okkur er drullusama þó þið trúið! Það sem við erum á móti eru trúarbrögðin ykkar.

Nú ætla ég að segja ykkur hvað mér finnst um trúarbrögð. Ég er ekki að drulla yfir fólkið sem ákveður að trúa heldur trúarbrögðin sjálf.

Trúarbrögð eru afsökun til þess að draga þrótt úr samfélaginu. Kirkjan fær borgað fyrir það að vera með lítinn samansöfnuð gamals fólks og einstaka trúrækinn yngri einstakling á sunnudögum.
Trú hefur einnig verið notuð sem yfirskrift fyrir nokkra mestu glæpi mannkynssögunnar og sem drifkraftur hryðjuverkasamtaka (kristnir eiga líka hryðjuverkasamtök).
Allir eru orðnir þreyttir á að trúlausir telji upp krossfarirnar og nornaveiðarnar eða jafnvel fordóma gegn samkynhneigðum, mismunandi þjóðflokkum eða jafnvel öðrum trúarbrögðum svo ég mun ekki fara út í þetta í eins miklum smáatriðum og ég myndi annars vilja.
Mér finnst einnig stórhættulegt að sumir af þjóðarleiðtogum heims noti nafn Drottins til þess að afsaka aðgerðir sínar (George W. Bush er besta núverandi dæmið um þetta, önnur dæmi eru t.d. Adolf Hitler)

Ég ætla að loka þessum reiðilestri mínum með orðum Írska grínistans Dylan Moran og ég veit að þetta stríðir kannski að einhverju leiti gegn fyrri orðum mínum en mér fannst þetta einfaldlega fyndið.

It's okay for people to have imaginary friends, but some of them are world leaders.