Það er enginn sem getur stoppað íslendinga í því að byrja að versla með evrur annar en íslenska ríkisstjórnin. Það er enginn sem getur stoppað mig í því að fara með allar krónurnar mínar út í banka, skipta þeim fyrir evrur, fara út í búð, kaupa mér mjólk á 1 evru, fara síðan í sund fyrir eina evru og fara síðan heim í húsið mitt sem ég tók á erlendu láni og er að borga upp með evrum. síðan bið ég atvinnurekanda minn að borga mér launin í evrum. Hvernig í ósköpunum eiga ESB að koma í veg fyrir það?