Ég var að taka eftir að í auglýsingum fyrir Dominos listann á FM 977 get ég ekki betur heyrt en að verið sé að nota gamlar áróðursræður Nasista, allavega heyrist að minnstakosti tvisvar orðin “national socialismus” sem útleggst þjóðar (eða þjóðernis) sósíalismi en það þóttust Nasistar standa fyrir.

Svona lagað getur bara gerst fyrir klaufaskap á Íslandi, hvergi annarsstaðar nema í e.h. vanþróuðu ríki, ekki í Evrópuríki með íbúa sem eiga að heita menntaðir og þarmeð hugsandi og meðvitaðir um söguna.

Ég held að best sé að láta höfuðstöðvar Dominos vita um þetta, held að þeir verði ekki mjög ánægðir !