Það er fólk eins og uppskafningurinn Björgvin viðskiptaráðherra sem sífellt er að tala um hvað krónan sé ónýt og er nú að reyna að stofna til ófriðar með tali um að Sjálfstæðismenn þurfi nú að fara að ræða þetta. Þessi maður er hluti af þessari mafíu og kannski talar þarna sannfærður maður en hann ætlast líka til að fá verðlaun á endanum, þ.e. feitu jobbi í Brussel.

Jón Baldvin er líka í þessum hóp (mig grunar að því að hann hatar USA svo mikið að hann þolir ekki hvað við erum lík Kananum og vill reyna að gera úr okkum meiri Evrópubúa) sem er að koma því inn hjá fólki að við getum haldið ruglinu og sukkinu áfram með Evrunni en það er bara blekking. Ef við værum nú með Evruna þá þyrftum við að sýna áður óþekktan aga í fjármálum sem aldrei mun í raun takast af þvi að við höfum ekki þennan aga sem til þarf, hjá Íslendingnum þarf allt að vera í ökkla eða eyra alveg eins og t.d. með drykkjuna.

Mig langar að spyrja þetta lið af hverju Sviss og Norgegur telja sig ekki þurfa að vera í ESB og eru þau svo miklu meiri Evrópulönd en við, enda erum við varla Evrópuland frekar en t.d. Grænland. Við erum lengst út í ballarhafi með mikil áhrif frá Vesturheimi, með lífsstíl sem líkist þeim miklu meira og eins og Geir Haarde benti á þá erum við með mikil og vaxandi viðskipti í Bandaríkjadollurum.

Því miður virðist þetta ESB lið vera blint eða bara sjá “Evrópustjörnur” (sbr. fáninn) og horfa alveg framhjá fiskveiðimálunum eða spillingarmálum og ólýðræðislegum vinnubrögðum ESB. Sem maður í viðskiptum þá ætti ég að vera fylgjandi þessu en ég þoli bara ekki hvernig þessi heilaþvottur er að verða, fullt af fólki er komið á Evrópulínuna bara af því að það virðist vera tískulínan.

Stöndum saman með Stjálfstæðismönnum og Vinstri grænum í andstöðu við inngöngu í ESB og varðveitum sjálfstæðið !