Ég sagði aldrei að það væri bannað að tala um neitt, en þegar yfirmaður kynferðisafbrotadeildar segir eitthvað svona þá finnst mér hann ekki vera hæfur í starfið. Hann má hafa sínar persónulegu skoðanir, en sem embættismaður á hann ekki að segja svona lagað og gefa í skyn að fórnalambið beri í raun ábyrgð á glæpnum. Það er nógu erfitt að ganga í gegnum nauðgun. Hvað þá að ganga í gegnum kæruna líka, sérstaklega þegar yfirmaður deildarinnar sem þú þarft að reiða þig á lætur svona út úr sér....