http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/13/thjodfundur_um_stjornarskra_i_november/

Hvaða breytingar vill fólk sjá?

Sjálfur myndi ég breyta þessu í stjórnarskránni

Einhver gamall íslenskur gaur
62. grein

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
yfir í
Yðar einlægur
62. grein

Ísland er trúfrjálst ríki og öllum leyft að hafa sínar skoðanir.

Einhver gamall íslenskur gaur
64. grein

Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.

Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.

Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borðið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.
yfir í

yfir í
Yðar einlægur
64. grein

Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.

Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.

Standi maður utan trúfélaga greiðir sá hinn sami engin aukalega gjöld.

Finnst þessi feitletraði texti vera svoldið paradox meðan Þjóðkirkjan er. Jafnvel þó að gjöld séu ekki persónuleg.

44. grein

Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.
Þessu mætti breyta og lækka töluna.

48. grein

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
Ætti kannski að vera eitthvað sem skipar þeim að verða við einhverjum loforðum.

57. grein

Fundir Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn sem til er tekið í þingsköpum krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.
ALLT á að vera uppi á borðinu.

4. grein
Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.
Kjörgeng til forseta er hver manneskja sú er náð hefur sjálfræðisaldri, ætti frekar að standa

9. grein
Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja.
Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.
.
Taka út síðustu línuna, jafnvel setja að óheimilt sé að hækka launin.

15. grein
Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
Stjórnarflokkar ákveða sjálfir tölu ráðherra og skipta með þeim störfum.

29. grein
Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.
Taka þetta út. Enginn á að hafa leyfi til þess að úrskurða einhvern saklausan án dóms.

30. grein
Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum , undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.
Enginn á að fá að skorast undan lögunum. Þau eiga að fara yfir alla.
31. grein
Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára í þessum kjördæmum:

1. Reykjavíkurkjördæmi. Til þess telst Reykjavík.

2. Reykjaneskjördæmi. Til þess teljast: Gullbringusýsla, Grindavíkurkaupstaður, Keflavíkurkaupstaður, Njarðvíkurkaupstaður, Kjósarsýsla, Garðakaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kópavogskaupstaður og Seltjarnarneskaupstaður.

3. Vesturlandskjördæmi. Til þess teljast: Borgarfjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla.

4. Vestfjarðakjördæmi. Til þess teljast: Austur- Barðastrandarsýsla, Vestur-Barðastrandarsýsla, Vestur- Ísafjarðarsýsla, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarkaupstaður, Norður-Ísafjarðarsýsla og Strandasýsla.

5. Norðurlandskjördæmi vestra. Til þess teljast: Vestur- Húnavatnssýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Siglufjarðarkaupstaður.

6. Norðurlandskjördæmi eystra. Til þess teljast: Eyjafjarðarsýsla, Akureyrarkaupstaður, Dalvíkurkaupstaður, Ólafsfjarðarkaupstaður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavíkurkaupstaður og Norður-Þingeyjarsýsla.

7. Austurlandskjördæmi. Til þess teljsast: Norður-Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaupstaður, Suður-Múlasýsla, Eskifjarðarkaupstaður, Neskaupstaður og Austur- Skaftafellssýsla.

8. Suðurlandskjördæmi. Til þess teljast: Vestur- Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjakaupstaður, Rángárvallasýsla, Árnessýsla og Selfoss.

Þingsæti skiptast á milli kjördæma á þennan hátt:

a. 54 þingsæti skiptast þannig milli kjördæma:

Reykjavíkurkjördæmi 14 þingsæti
Reykjaneskjördæmi 8 þingsæti
Vesturlandskjördæmi 5 þingsæti
Vestfjarðakjördæmi 5 þingsæti
Norðurlandskjördæmi vestra 5 þingsæti
Norðurlandskjördæmi eystra 6 þingsæti
Austurlandskjördæmi 5 þingsæti
Suðurlandskjördæmi 6 þingsæti

b. Að minnsta kosti 8 þingsætum skal ráðstafa til kjördæma fyrir hverjar kosningar samkvæmt ákvæðum í kosningalögum.
c. Heimilt er að ráðstafa einu þingsæti til kjördæmis að loknum hverjum kosningum samkvæmt ákvæðum í kosningalögum.
Við úthlutun þingsæta samkvæmt kosningaúrslitum skal gæta þess svo sem kostur er að hver þingflokkur fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Er þá heimilt að úthluta allt að fjórðungi þingsæta hvers kjördæmis, samkvæmt a- og b-lið 2. mgr. þessarar greinar, með hliðsjón af kosningaútslitum á landinu öllu. Sama á við um úthlutun þingsætis samkvæmt c-lið sömu málsgreinar.
Hafa bara eitt landskjördæmi.

34. grein
Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.
Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.
Allir með kosningarétt ættu að vera kjörgengir, sama hvaða mannorð þeir eru með.

Ég skal éta það ofan í mig aftur ef að einhver sýnir mér hvað ég gerði vitlaust.