Ástæðan fyrir því að þú ætlar ekki að svara er ekki sú að þú haldir að ég sé að grínast heldur sú að þú, rétt eins og ég, sérð í fljótubragði mun á þessu tvennu en í raun engan eðlislægan mun. Er einhver eðlislægur munur á því að taka inn stera og taka inn kreatín? Bæði eru efni sem hafa virkni á líkamann, bæði verða þau til náttúrulega í mannslíkamanum. Í báðum tilvikum eru menn að taka inn magn umfram það sem líkaminn getur skapað sjálfur.