Hlutverk stjórnlagaþingsins: Að endurskoða eða skrifa nýja stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.
Afhverju?: Stjórnarskráin er að miklu leiti sama plaggið og Kristján IX setti einhliða árið 1874 vegna mikils eldmóðs íslensku þjóðarinnar fyrir lýðræði og sjálfstæði. Helstu breytingar frá 1874 eru að nú er komið þingræði í hana, lýðveldi og nýr mannréttindakafli.
Hún er barn síns tíma og nokkuð úrelt að mínu mati.

Hvernig ég vil að stjórnlagþingi verði komið í gagnið:

Hvernig á að kjósa á það?
Á stjórnlagaþinginu eiga að sitja 126 fulltrúar og jafnmargir til vara, 84 þjóðkjörnir (og 84 jafnmargir til vara) og 42 (og jafnmargir til vara) valdir af handahófi af Hagstofu í þjóðskrá.
Þeir þjóðkjörnu eru kosninir í beinni kosningu, en ekki listakosningu og ekki veriði notast við kjördæmakerfið. Kjósandi getur kosið allt að 8 fulltrúa en ef hann kýs fleiri minnkar vægi atkvæðisins. Kjörseðillinn ógildist ef merkt er við fleiri en 168 frambjóðendur.
Forseti lýðveldisins, fyrverandi og núverandi þingmenn og ráðherrar mega ekki sitja á stjórnlagaþinginu.


Hvernig virkar það?
Þegar stjórlagaþingið kemur saman kýs það sér 15 manna forsætisnefnd (og jafnmarga til vara) sem skipuleggur fundi þingsins og svo forseta til að stýra þeim eftir dagskrá forsætisnefndar.
Ef ágreiningur kemur upp í forsætisnefndinni ræður meirihluti.
Forseti þingsins má ekki sitja í forsætisnefnd en situr fundi hennar en hefur ekki atkvæðisrétt.
Forsætisnefnd skal skipuleggja fundi þingsins minnst viku fram í tímann.
Þingið kýs sér einnig talsmann. Hlutverk hans er að gera þjóðinni grein fyrir stöðu mála á stjórnlagaþinginu í gegnum fjölmiðla og flytur mánaðarlegt ávarp til þjóðarinnar í Ríkissjónvarpinu, á Rás 1 og Rás 2.
Forsætisnefndin kýs sér einnig formann sem myndar ásamt forseta stjórnlagaþingsins og talsmanni stjórn þess sem fundar tvisvar í mánuði með forseta Íslands og forsætisráðherra. Annars er markmið að hafa Alþingi og framkvæmdavald eins aðskilið stjórnlagaþinginu og hægt er.
Meginatriði þessarar greinar:
Forsætisnefnd: skipuleggur fundi þingins.
Forseti þingsins: stýrir fundum þess.
Talsmaður: tengiliður þjóðar og stjórnlagaþings.

Framkvæmd ritunar nýrrar stjórnarskrár:
Við einstök ákvæði í nýrri stjórnarskrá þarf einfaldann meirihluta. Þegar ný stjórnarskrá hefur verið samin þarf 2/3 hluti þingsins að samþykkja hana. Náist sá meirihluti ekki þarf að endurskoða hana.
Stjórnarskráin þarf að vera tilbúin í síðasta lagi 17. júní 2011, en forseti Íslands getur þó, í samstarfi við stjórn stjórnlagaþingsins, framlengt frestinn um allt að 6 mánuði ef þess þarf.
Eftir að stjórnlagaþingið hefur samþykkt stjórnarskrána er hún send Alþingi til umsagnar.
Alþingi hefur ekkert vald yfir nýrri stjórnarskrá en mælt er með að ef Alþingi gerir athugasemdir við frumvarpið fari stjórnlagaþingið aftur yfir það.
Eftir að Alþingi hefur skilað áliti skal kosið aftur á stjórnlagaþinginu um stjórnarskrána, þá þarf líka 2/3 atkvæða til að hún sé samþykkt.
Ef að frumvarpið að stjórnarskrá er samþykkt aftur á stjórnlagaþingingu skal hún sett í þjóðaratkvæði allra kosningabærra manna til samþykkis eða synjunar.
Ef hún er samþykkt er hún send forseta lýðveldsins til undirritunar og þá tekur hún gildi sem stjórnsýslulög.
Þá skal stjórnlagaþingið lagt niður.
Þá skal boðað til almennra þingkosninga innan þriggja mánuða í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags.
Megin atriði þessarar greinar:
Stjórlaga þing semur frumvarp að nýrri stjórnarskrá.
Tveir hlutar af þremur fulltrúa á stjórnlagaþinginu þurfa að samþykkja hana.
Alþingi segir álit sitt.
Stjórnlagaþingið kýs aftur um frumvarpið, sömu reglur gilda um það og í fyrri kosningunni.
Samþykki stjórnlagaþingið það í annað skiptið er það sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef það er samþykkt af þjóðinni undirritar forseti Íslands frumvarpið og öðlast það þá gildi.
Boðað skal til almennra þingkosninga og stjórnlagaþingið lagt niður.

Niðurlag:
Í kosningunum til stjórnlagaþingsins væri best að notast væri við tölvutæknina svo að kjósendur sæju mynd af frambjóðendum. Þegar kjósa þarf 168 fulltrúa (84 aðalmenn og 84 varamenn) er erfitt að notast við gamla, góða kjörseðilinn.
Að koma á stjórnlagaþingi er mikilvægasta mál samtímans á eftir lausn á atvinnuleysinu og leið okkar út úr kreppunni.
Ég hefði helst viljað að kosið yrði til þess þegar öldurnar í samfélaginu hafa lægt. Það þarf að gefast gott tóm og nægur tími til umræðu og skipulagninar á framkvæmd þess, ekki askvaða áfram og reyna að klára þetta mál á sem stystum tíma.
Munum að þolinmæði vinnur þrautir allar!
.