En ef sveifin virkar ekki þá er nákvæmlega eins og það væri engin sveif í fyrsta lagi. Ef hins vegar feitabollan virkar ekki þá er maður búinn að drepa 6 í stað 5. En, eins og mér sýnist við vera sammála um, þá eru þetta einfölduð, lokuð dæmi með endanlegum svörum og skotheldum niðurstöðum. Slíkt er sjaldnast til í raunveruleikanum og því alls ekki hægt að búast við því að við, eða siðferði okkar, sé hannað fyrir slíkar aðstæður.