Kúla hefur yfirborðsflatarmál þó það sé ekki einn einasti tvívíði flötur á henni. Það má hins vegar, með nokkuð einföldum jöfnum, reikna út tvívítt yfirborðsflatarmál hennar út frá radíus hennar. stofan mín er þrívítt form sem ég get samt mælt yfirborðsflatarmálið á, sem er vissulega tvívítt. Að sama skapi má reikna út tvívítt yfirborðsflatarmál mannslíkamans, þó svo að lögun hans sé vissulega flóknari en stofu eða kúlu þá breytir það ekki eðli málsins, að hann hafi jú yfirborð. Ef maður...