Nú? Það er rosalega létt að benda á andstæður og finna form í okkar umhverfi. Karl-kona, ást-hatur, gleði-leiði, hvítur-svartur, hiti-kuldi, líf-dauði. En er þetta raunverulegt eða er þetta form sem við leitumst við að finna? Hvaða andstæðu hefur grænn? Hver segir að það þurfi að vera til illt til þess að við getum notið hins góða? Til er fólk sem hefur upplifað þvílíkar hörmungar að ég get ekki ímyndað mér það á meðan ég hef lent í sáralitlu slæmu á minni ævi, hún hefur að mestu verið...