Ég var að horfa á mjög áhugaverðan þátt af Law and Order sem eiginlega triggeraði þessar pælingar hjá mér, pæli reyndar mikið í þessu, en hef ekki gert það nýlega.

Þátturinn snérist semsagt um það að óvirkur alki fékk sér drykk, myrti konu og mundi ekkert eftir því og kenndi svo áfenginu um. Þar var svo lögfræðingur sem hélt því statt og stöðugt fram að alkahólismi væri ekki sjúkdómur heldur val og svo voru nokkrir löggumenn sem einnig voru óvirkir alkar sem héldu því fram að hann væri það og þeir réðu ekki við þetta.

Flest öll þekkjum við einhvern alkahólista, Ísland er bara þannig, hvort að það séu foreldrar, systkini, afar eða ömmur eða frænkur og frændar. Náskylt eða fjarskylt þá hafa flestir Íslendingar einhverja reynslu af alkahólisma.

En hver er ykkar skoðun á honum, sjúkdómur eða ekki? Það kom mjög skemmtileg umræða um þetta málefni fyrir nokkrum árum og ég er spennt að sjá hvað ykkur finnst núna.

Bætt við 7. nóvember 2009 - 11:20
Já og kannski að bæta við, afhverju þá eða afhverju ekki?