Nei, ekki vegna þess að mér finnst það, heldur gastu ekki sýnt fram á að forsendurnar standist. Það að eitthvað sé þín skoðun kemur málinu ekkert við. Skoðanir koma málinu yfir höfuð ekkert við. Þú ættir kannski meira að einbeita þér að því að skilja málefnið og minna að því að hafa endilega einhverja skoðun. Vissulega er þér frjálst að hafa þá skoðun sem þú vilt, en sú skoðun getur verið alveg út í hött, það fylgir skoðanafrelsinu, því miður.