En af hverju viljum við ekki drepa aðrar manneskjur? Er það vegna þess að við sem manneskjur getum gert okkur grein fyrir kvöl þeirra, þ.e. að við getum ímyndað okkur að það sama væri að koma fyrir okkur? Því naut, kindur og svín hafa meðvitund sem er ekki svo frábrugðin okkar eigin. Þau hafa augu, eyru, munn, nef og snertiskyn, svo túlkun þeirra á heiminum þarf alls ekki að vera svo frábrugðin okkar. Við vitum flest sem höfum átt gæludýr að þeim bregður, þau finna fyrir sársauka og geta...