Nei ég er ekki hommi

Ég ætla að segja ykkur frá því að ég er kristinn einstaklingur. Ekki bara er ég kristinn heldur er ég frelsaður

Ég er kominn með leið á þessum endalausu þráðum um að guð sé ekki til þessvegna ætla ég ekki að fara rökræða um það að hann sé til heldur ætla ég að segja frá guði, hvernig ég upplifi hann og hvernig hann er

Fyrir mér er guð hlutur sem ég gæti aldrei snúið mér frá. Hann hefur endalaust haft áhrif á mitt líf.

Í gamla testamentinu er guð sýndur eins og þið einblínið á reiður og drepur alla, það sem þið feilið að skoða er að hann valdi isrealsþjóðina sem sitt fólk vegna þess að restin af heiminum hafði snúið við honum bakinu.

Byrjum á því að sýna hvernig hann frelsaði ísrael frá egyptum, hann sendi plágur og merki um það að hann væri máttugri en falsguðir egypta. Endirinn á því var að drepa frumburði alla egypta sem lét faró loksins snappa og sleppa þeim burt.

Eftir það áttu ísraelar erfitt líf og ofsóttir af öllum og guð var alltaf þar til þess að vernda þá og hjálpa þeim þegar þeir voru innikróaðir, er ekki með biblíuna 100% á hreynu en þetta er bara svona úrdráttur (semi)

Einnig getum við litið á það að í gamla testamentinu eru endalausir spádómar um komu krist sem urðu allir sannir

Í nýja testamentinu er síðan sagt frá hvernig jesú talaði um guð og læknaði sjúka og reysti menn frá dauðum.

Trú hefur ekki verið all good því að það hafa oft verið spillingar innan kirkjunnar sem er bara okkur að kenna EKKI guði.

Því svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn svo að hver sem á hann trúir öðlist líf en deyji ekki jóhannes 3:16

Þetta er pritty basic um hvað biblían er

Guð virkilega elskar þig sama hvað þú gerir, hann reynir að vernda þig en þú snýrð við honum bakinu og kemur með röksemdir um að hann sé ekki til þegar hann er bara að reyna sýna þér að hann elskar þig meira en þú getur skilið getiði plís ekki reynt að sjá hvað hann er að reyna gera fyrir þig í staðinn fyrir að vera bitur og afsanna hann. Hann býst ekki við neinu frá þér en í staðinn gaf hann son sinn til þess að vera pintaður og drepinn, bara svo þú getir verið með honum. Allt gert fyrir þig persónulega.

Þakka fyrir lesturinn og endilega ekki koma með rök fyrir því að hann sé ekki til því að ég kem aldrei til með að trúa öðru en an hann sé til