Ég get líka svarað þér að tveir plús tveir séu fimm. Það er ekki mjög gáfulegt svar, en eins og þú segir þá er það svar. Það er eiginlega það nákvæmlega sama og ég var að benda á, annars vegar er til sannleikurinn og það fólk sem leitar þangað til þess að fá svör vegna þess að það vill vita hvað er satt og rétt. Síðan er til fáfræði, lygar og blekking og það er einnig fólk sem leitar þangað til þess að fá svör vegna þess að þeim finnst þau hljóma betur, óháð sannleiksgildi þeirra.