Þegar þú talar um sjúkdóma varðandi sígarettur og ljósabekki þá ertu að tala um eiginlegan sjúkdóm, krabbamein, sem myndast við slíka neyslu. Þegar þú talar um sjúkdóm vegna áfengis þá ertu ekki að tala um eiginlegan sjúkdóm, líkt og skorpulifur, heldur ertu að segja að neyslan sjálf sé sjúkdómur (en það gerðiru ekki varðandi ljósabekki og sígarettur). Það er það sem gagnrýnin gengur út á, menn eru ekki sáttir með að meðvituð neysla sem einstaklingur velur sé geti kallast sjúkdómur.