Ég er nokkuð viss um að Lily og James hafi vitað af spádómnum, það kom fram í þriðju bókinni að Dumbledore grunaði að það væri svikari í þeirra röðum, og hann vissi af spádómnum, og ég sé enga ástæðu fyrir því að hann mundi leyna spádómnum fyrir þeim. Lily gat ekki framkvæmt galdurinn fyrirfram, galdurinn var fórnin, kærleikurinn sem fólst í henni verndaði Harry. Foreldrar Nevilles dóu ekki, þau voru vitfirrt af kvalabölvuninni; crucio, af Bellatrix Lestrange, Barty Crouch Jr., Robert (eða...