Jæja ég skellti mér á 11 í gær að horfa á Noise á Airwaves. Eina sem ég get sagt er VÁ!!! Ég hef aldrei séð Noise jafn brjálaða! Einhver náungi byrjaði kvöldið á frekar rólegu rokki. Það var alveg ágætt en reyndar lítið af fólki. Næstir á svið voru Noise. Þeir byrjuðu á Paranoid Parasite, laginu sem er á x-inu. Undireins braust út þessi líka vitlausa stemmning! Mikið var hoppað, slammað og gargað! Staðurinn var algjörlega fullur og rosalega fínn hljómburður… Ég held að Noise hafi spilað alla næstum því alla plötuna þeirra. Noise voru geðveikir. Allt 100% þétt og sviðsframkoman sveik engann því það var greinilegt að ALLIR í það minnsta dillandi hausnum! Ég hef verið huge Noise aðdáandi frá því 2001 þegar ég heyrði Freeloader á xinu fyrst. Ég hef mættt á flesta tónleika þeirra undanfarin 2 ár og ég fríkaði bara út þegar ég sá þetta í gær, því bandið er búið að þróast gríðarlega! Noise sönnuðu það í gær að þeir marka svo sannarlega sína eigin stefnu! Þeir voru 4 í gær þannig að ég fór að pæla veit einhver hvort þetta er nýr meðlimur noise eða ekki?

Hverjir hér fóru og hvernig fannst ykkur stemmarinn?