Svona er þetta bara þegar maður er ungur, sambönd geta verið feimnismál, stelpur og strákar mynda vinasambönd en vonast eftir meiru, þora ekki að tala um málin, vantraust, samskiptaleysi og jafnvel enn meira samskiptaleysi. Þú bara gerir það sem þér finnst rétt í þessu máli. Skiptir engu máli þó þú takir ranga ákvörðun og allt fer í rugl. Þú lærir bara af mistökunum og heldur áfram með lífið. Endilega taktu skrefið og reyndu að koma þessu í réttan farveg, ekki leyfa þessu að halda áfram...