The Eldar Avatar Ceremony Djúpt í hjarta hvers Craftheims er lokað herbergi sem inniheldur háseti sem glóir af hita. Á þessu hásæti situr stórt járndýr sem bíður ávalt eftir kalli sínu til bardaga. Augun eru tóm og gefa til kynna að þetta járnflykki sé tómt að innan. Við hásetið tengist svo hið margfræga Wraithbone sem liggur svo út um allt Craftheiminn.

Þegar stríð nálgast fer Avatarinn að glóa af ónáttúrulegum hita. Kvika flæðir um æðar hans er hann skynjar komandi bardaga. Wraithbeinin byrja að glóa og Aspect stríðsmennirnir og Hetjur(Exarchs) þeirra safnast saman. Þeir safnast saman fyrir hliðinu að herbergi Avatarsins ásamt hinum unga konungi og Aspect Stríðsmanni sem valinn hefur verið af Fjarsjáum(Farseers). Á höfði þessa tiltekna Stríðsmanni ber hann kórónu úr Wraithbeini og málað hefur verið á hann blóðugar rúnir sem tákna Kaela Mensha Kaine. Meðan Exarcharnir þylja galdraþulur þá setja þeir skikkju á Unga Konunginn sem þeir festa með pinna úr gulli. Þeir láta hann fá Suin Daellae sem þýðir á Eldar tungumáli, “The Wailing Doom”. Í hina hönd konungs láta þeir hann fá bikar sem fylltur er með hans eigin blóði.

Því lengra sem líður á athöfnina því hærra heyrist í Avatarnum þangað til að brons hliðið að herbergi hans opna og það myndast þvílík birta sem sker sig í gegnum augnlok, beint inn í huga þeirra. Hinn ungi konungur gengur inn um hlið þetta og þar afleiðandi tortímir sjálfum sér til að vekja Avatarinn til lífs.

Áfram heyrist ýmis óhljóð og hávaði úr herberginu þangað til að sprenging heyrist sem að fellir alla Exarcharna niður og út gengur Avatarinn. Augu hans eru sem glóandi kol og hendur hans eru blóðdrifnar. Í annarra hendi heldur hann á “The Wailing Doom” og rúnirnar á þessu sverði hreyfast eins og þær séu að reyna að brjótast undan.

Um örlög hins unga konungs veit enginn og Farsjáarnir þora ekki einu sinni að nefna möguleikana. Sumir Eldars gefa til kynna að hann hafi sameinast við Avatarinn en aðrir segja jafnvel að sál konungsins hafi verið eytt til að lífga þetta skrímsli við.

Avatarinn er jafnoki margra ára og fáir lifa af bardaga við hann. Avatarinn er Kaela Mensha Khaine í holdi borinn og þorsti hans fyrir blóði er þvílíkur. Í hvert sinn sem sverð hans bragðar blóð heyrist öskur sem skerst í hjarta hinna huguðustu kappa.


Númer 2 í Eldar 101, heimildir eru fengnar úr Eldar Codexinum.
[------------------------------------]