Jæja, það eru líklega flestir á þessu áhugamáli búnir að lesa greinina mína um kettlingana sem fæddust þarsíðasta föstudag. Jæja, þannig er mál með vexti að læðuskömmin er búin að eigna sér uppáhaldskettling og svo er einn sem er í minnstu uppáhaldi hjá henni. Hann er orðinn svo mjór og væskilslegur að hann heldur varla höfði og það sést í rifbeinin á honum og það eru svona skinnfellingar við loppurnar á honum. Mér sýnist hann vera kominn með vannæringu á háu stigi! Ég er alltaf að reyna að troða honum á spena og gefa honum forskot á hina kettlingana en ekkert virðist virka því hann hefur eiginlega enga orku í að sjúga lengur. Ég er búin að kaupa fyrir hann kettlingamjólk en pelatúttan sem fylgdi með lyktar svo mikið af gúmmíi að hann vill ekki sjá hana! Ég veit ekkert hvernig ég á að losna við lyktina. Ég er líka búin að prófa að gefa honum með sprautu en það virðist særa gómana hjá honum því hann er svo mjór.
Ég er alveg ráðþrota! Ef einhver kann ráð til að ná gúmmílyktinni af pelatúttunni eða betra ráð til að gefa honum pls látið mig vita. Ég vil ekki missa fjórða kettlinginn frá henni!
kær kveðja Cat_Lady
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.