Píkupopp vs Popp Sælar gelgjur og þið hin sem villtust hingað inn,

Ég vil taka það fram að allt sem ég segi í þessari grein eru skoðanir mínar, engra annara og auðvitað hef ég ákveðna skoðun á þessu öllu saman. Þannig ég vill biðja ykkur um að líta framhjá þessari grein ef hún kemur eitthvað sérstaklega við ykkur, ekki svara mér með eftirfarandi svörum. “Kmr gaur!”, “Þúrt bara gelgja sjálfur marrr!!!!!!” eða eitthvað álíka asnalegt *skástrik* gelgjulegt. Reynum öll að haga okkur samkvæmt aldri og þroska.

Sæl öll,

Áhugamálið popptónlist hér á hugi.is er eins og mörg önnur áhugamál, fallið í skuggan af gelgjuhátt og öðrum ósóma. Hérna er einungis talað um Spice Girls, Atomic Kitten, Christina Augilera, Britney Spears, Justin Timberlake og ég veit ekki hvað. Auðvitað, ég endurtek, auðvitað flokkast þetta pakk undir popptónlist en sú “popptónlist” ber nafnið “PÍKUpopptónlist”. Píkupopp er ekki það sama og “venjulegt” popp.


Hmm..skilgreinum “venjulegt” popp aðeins. Venjulegt popp, að ég tel, er tónlist á borð við Bítlana, BeeGee´s, Creedence Clearwater Revival, Ella Prella öðru nafni Elvis Presley, Beach Boys og marga fleiri sem eiga kannski líka heima á /Gullöldin. Til að skilgreina aðeins píkupoppið þá nefni ég listamenn á borð við Spice Girls, Busted, Írafár, Í svörtum fötum, kítamórall, T.A.T.U og alla hina. (ATH Ég tek fram að alveg hellingur er ekki nefndur, þetta á bara að vera dæmi) Þú kannski skilur ekki áit mitt. En mér finnst píkupoppið alveg hafa rétt á sér, að vissu marki. En ég hef miklu meira gaman af gamla góða poppinu, ekki steríótýpu-ótengda gítarnum-sílíkon brjóstunum- poppinu.

Hvað finnst þér, kæri lesandi, um að breyta þessu áhugamáli úr píkupoppi yfir í bæði popp og píkupopp? Ég geri mér grein fyrir mismunandi áliti manna og öllu skítkastinu sem ég á eftir að fá hérna á mig, en það er bara eitt sem ég vill biðja um, hvort sem þú svarar með skítkasti eða sameiginlegu áliti, og það er : Vinsamlegast hakaðu í “Láta höfund vita að honum hafi verið svarað” hérna að neðan. Þægilegra fyrir mig.

Með von um skemmtileg svör,

HrannarM.