Ég hef svolítið verið að velta þessarri spurningu fyrir mér.
Þar sem ég er stelpa á ég örugglega eftir að tala meira um kvenkynið því ég þekki það náttúrulega mun betur, en jafnvel kem ég með einhver kommennt á strákana.

Maður hefur svo oft heyrt talað um að stelpur leitist við að hafa sinn maka sem líkastan föður sínum (óafvitandi þó). Einnig það að það sé bara að lyktin sé eins og af föður þeirra, því það veiti þeim meiri öryggiskennd.
Það að velja sér maka þannig, er maður þá að búin að finna e-n sem föður manns á eftir að lítast vel á, því þeir séu líkir?
Að sama skapi getur maður spurt hvort strákarnir leiti sér að maka sem sé líkur mæðrum þeirra?

Ég veit ekki um þessa kenningu, en persónulega myndi ég frekar reyna að finna e-n sem væri líkari bræðrum mínum frekar en föður mínum. Semsagt mér væri meira í mun um að bræðrum líkaði vel við hann frekar en föður mínum. Ég er samt ekki að segja að ég leggi ekki áhersluna á það líka. Auðvitað er er manni mikið í mun að sem flestum líki við hann.

Ég er heldur ekki að segja að ég sé alltaf að útúrpæla alla gaura og sortera þá eftir því hvort ég héldi að bræðrum mínum myndi líka vel við þá eða ekki, þvert á móti!

Svo má náttúrulega ekki gleyma vinunum. Þeir skipta auðvitað miklu máli líka. Þeir eru nú einu sinni fólkið sem maður heldur áfram að umgangast(þó ég hafi nú séð mörg dæmi þess að fólk kúpli sig bara útúr öllu, mjög sorglegt…) eftir að maður finnur sér einhvern sérstaka/nn.

En það sem ég segi er að ég myndi leggja meiri áherslu á bræður mína heldur en aðra. Þó að foreldrar mínir og vinir komi ekki mjög langt á eftir ;)

Ég er á lausu (þó það skipti ekki nokkru máli hér). Auðvitað langar mann í kærasta en ég er svosem ekkert að flýta mér. Þetta kemur bara þegar það kemur.
Ég hef einnig verið að velta því fyrir mér hvort maður seti of miklar kröfur upp…ég býst svosem við því, en þá er bara eitt ráð til…eða kannski tvö.
Fyrsta ráðið gæti verið að slaka á kröfunum á einhvern hátt og hitt væri að hætta bara algjörlega (eða reyna það) að pæla bara í þessu!

Ef þið viljið eitthvað vita þessar kröfur mínar þá gæti ég svosem látið þær fylgja með, þið gætuð kannski gefið mér e-r komment á hvað ykkur finnst.

Útlit: myndarlegur (sætur ;) ), eðlilega vaxinn (ég er ekkert að tala um neinar vöðva-öfgar, finnst það ógeðslegt, né andstæðuna, kann ekki rétta orðið)-ég er heldur ekkert að segja að hann þurfi að vera einhver perfect-guy í vexti-, ekkert svakalega stór (ekkert mikið stærri en 180, ég er soddan stubbur :p), dökk-eða ljóshærður (er ekki að fíla rauðhærða eða sköllótta, sorry guys) -helst dökkh samt-, finnst brún augu geðveikt flott en annars er það ekkert issue!

Persónuleiki: hress,heillandi( með sjarma), skemmtilegur, með opinn hug fyrir ýmsu (ekki þröngsýnn), með húmor fyrir sjálfum sér og öðrum, vita hvenær á að hætta(kannski í að gera grín eða þannig), helst ekki mjög feimin, gott að tala við, með passlegt egó (hata egóista!!!), vera kannski að stunda e-rja íþrótt.

Jæja, komið nóg. En endilega pælið í því eftir hverju þið mynduð fara þegar þið farið að velja ykkur maka. Hugsið þið bara um útlitið? Við hvern mynduð þið miða (og ég er að meina raunhæft, yrði að vera e-r sem þið þekkið eða tengist)? osfrv…
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?