AC/DC Back In Black

Þar sem að ég hef mikið dálæti á þessari hljómsveit ákvað ég að skrifa smá grein um einn besta disk hennar.

Þessi diskur var tekinn upp og gefinn út árið 1980 eftir að Bon Scott dó. Margir héldu að hljómsveitin myndi leggja upp laupana en svo var ekki. Pródúserinn þeirra hafði fundið nýjan söngvara; Brian Johnson. Brian hafði áður verið í bandinu Geordie. AC/DC hafði tekið góða ákvörðun því að fyrsta plata sveitarinnar með nýjum söngvara varð eitt af meistaraverkum rokksögunnar.

Lögin á þessum diski eru:

1. Hells Bells
2. Shoot To Thrill
3. What Do You Do For Money Honey
4. Givin The Dog A Bone
5. Let Me Put My Love In To You
6. Back In Black
7. You Shook Me All Night Long
8. Have A Drink On Me
9. Shake A Leg
10. Rock And Roll Ain´t Noise Pollution


Bestu lög disksins að mínu mati eru Hells Bells, Shoot To Thrill, Back In Black, You Shook Me All Night Long og Rock And Roll Ain´t Noise Pollution.

Lögin á diskinum eru eiginlega bara týbísk AC/DC lög,.
Helstu kostir disksins eru flottur gítarleikur og flottir chorusar þar sem að Malcolm og Cliff taka undir, bassinn og trommurnar ná líka vel saman.

Þess má geta að Angus Young, Malcolm Young og Brian Johnson sömdu öll lögin og textana.

Fyrri geisladiskar hljómsveitarinnar:

1975 High Voltage
1976 Dirty Deeds Done Dirt Cheap
1977 Let There Be Rock
1978 Powerage
1978 If You Want Blood You´ve Got It
1979 Highway To Hell

AC/DC eru:

Angus Young, Lead Gítar
Malcolm Young, Rhythm Gítar
Brian Johnson, Söngur
Phil Rudd, Trommur
Cliff Williams, Bassi

Heimildir: www.allmusic.com og inní coverinu á endurútgáfunni á Back In Black

Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.