Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: LOTR: The Fellowship of the Ring (No big spoilers)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Myndin er snilld, lítum á etta svona, eftir 20 mínútur var ég búin að drekka aðeins of mikið kók og þurfti að losa mig við það, það var ekki farið á klóstið fyrr en eftir myndina, sem er ca. 3 tímar. Það var alltaf eitthvað að gerast eða að fara að gerast.

Re: hm

í Raftónlist fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það er grein rétt fyrir neðan þessa sem heitir Hver er Mark Pritchard?, svarið við því er hér! Ég mæli með að þú athugir hana.

Re: Vilt þú fá hótarnir frá öfgamönnum!

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já ég verð að samþykkja þetta með sorglegt. Bandaríkjamenn eru núna alveg vissir á því að Talibanar og aðrir Arabar séu á næsta götuhorni and are coming to get them. Þetta er kommúnisminn all over again, þeim var farið að vanta óvin og þarna kom hann, rétt eins og Sadam Hussein var þarna fyrir Gamla Bush. Einnig sem mér finnst algjör snild hjá könunum er að þeir hafa komið fram nokkrum sinnum og sagt: á morgun komum við með sannanir sem benda á að Osama Bin Laden stóð á bak við þetta. Svo er...

Re: Vondir og illgjarnir Palestínumenn

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ekki má gleyma því að Gyðingar eru í mörgum af helstu áhrifa stöðum í USA. Þeir eru ekki að fara að leyfa einhverjum svo auðveldlega að taka landið helga af þeim. Það er ekki fyrr en nú sem að augu almennings í USA beinist að þessum landshluta og mun hún vera í umræðunni í einhvern tíma. Þetta mun svo hverfa aftur úr umræðunni og Ísraelar munu halda áfram að kúga Palestínumenn. Ég hef ekki lesið margar greinar hérna á deiglunni en það er vert að skoða hvernig Gyðingar voru ofstóttir á tímum...

Fíflið hann Bush að gera rétta hluti?

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þannig að ég ætla bara að benda fólki á þessa heimasíðu: http://www.alternet.org/ hún bendir á fullt af góðum punktum um þetta. Lítið alla vega á þetta og myndið ykkur skoðun eftir á, ég er á því að þetta eru hefndarverk, leitin að blóði, hvaða blóði sem er en ekki “stríð gegn hryðjuverkum”

Re: Vampire Larp

í Spunaspil fyrir 22 árum, 10 mánuðum
LARP (Live action Role play) er nokkuð skemmtilegt. Það er yfirleitt ekki spilað úti á götu heldur á einhverju afmörkuðu svæði þar sem að allir vita hvað er að gerast. Þetta var gert á sínum tíma þegar að spilamótin voru í gamla hinu húsinu (núna Þórskaffi) og svo voru nokkrar uppákomur með þetta, einhverjir reyndu að setja þetta upp á Hard Rock. LARP er bara eins og leikrit fyrir aðra en samt mæli ég ekkert sérstaklega með að propsa sig upp og mæta á föstudags eða laugardagskvöldi á...

Re: Re: Kynlíf 14 ára

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Skitakall, þetta er svo rétt hjá þér. Við treystum ungu fólki ekki að drekka, sem við öll gerðum og jafnvel meira því það var bannað. Aftur á móti treystum við því til að vera á eitthvað af hættulegustu hlutum á landinu, þ.e. bílum. Ekki nóg með það er ýtt undir það með að redda þeim nýjum bílum á biluðum lánum. Ég reyki sjálfur, en samt finnst mér að það eigi að banna sígarettur. Sígarettur skaða meira en hass, annaðhvort að gefa grænt ljós á það eða banna sígaretturnar. kv.

Re: Akira

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Satt að Akira er flott, þessar myndir eru bara snilld en ekki má gleyma Ghost in the Shell. Sú mynd er með þeim betri. kv.

Re: Re: West Ham tekur Man Utd og Eiður skorar tvennu

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Heimasíðan hans Eiðs er eitthvað að klikka, mörg klipana virka ekki. Samt cool að geta séð þetta, vantar samt slatta. kv

Re: Re: Re: Dyraverðir eru líka fólk

í Djammið fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Maður fer kannski aftur til læknisins en nöldrar yfir því hvað þetta var slæm reynsla?? Alla vega er ég sammála ykkur flestum dyraverðir eru bæði fífl sem að fá eitthvað úr því að vera með eitthvað ýmindað vald og hins vegar fínir gaurar sem að eru bara að vinna sína vinnu. Allavega ekki job sem að ég myndi nenna að vinna, stútar alveg djamminu fyrir mann og fólk hatar þig fyrir að vinna þetta. Kv.

Re: hvað með þessi föt!!

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvert heldur þú að sé hlutverk verslana og annara fyrirtækja á íslandi. Ekki ferð þú í þína vinnu til þess eins að láta gott af þér leiða, eða hvað? kv.

Re: Helvítis áramótin

í Djammið fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég heyrði að KR dyraverðirnir hefðu verið eitthvað súrir og hleyptu miklu færri inn en þeir hefðu getað gert. Svo var það búið svo snemma. Heyrði það alla vega, ákvað því að sleppa því í staðin fyrir eitthvað skull mission. <BR

Re: Helvítis áramótin

í Djammið fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Sammála, þetta er kvöld partýa en ekki skemmtistaða. Það eru milljón partý þarna úti þetta kvöld. Eina biðin er eftir leigubílum til að komast yfir í næsta partý…. Kv.<BR

Re: Íslenskir skemmtistaðir ?

í Djammið fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Nei vá maður, þá er djammið búið miklu fyrr. Núna losnar maður við leigubílabrjálæðið, getur tjútað til 8 um morgunin og haldið áfram einhversstaðar án þess að fólk hafi rétt á að eipa á mann. Höldum stöðunum opnum allan sólahringin. Alla vega er það mín skoðun. Samt var nú ákveðin stemmning í kringum 3-4 um helgar en þetta er bara spurning um fórnarkostnað og sú stemmning var ekki það frábær. kv<BR

Re: Carl Craig

í Djammið fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Carl Craig var snillingurinn sem hann er og 1500 kall bara einn flugeldur eða 3 bjórar á pubnum. Stemningin var góð og eina sem vantaði upp á að hafa opið lengur, maður var að koma út og þurfa að leita að nýju djammi þá……. Félagar mínir bailuðu einmitt á mig, en þegar maður mætti var alveg fullt af öðrum þarna sem maður þekkti, það er alltaf þessi solid kjarni sem að mætir á þessi góðu kvöld. d&b og jungle kvöldin eru snilld. Kv.

Re: Re: Vangaveltur!?!?

í Djammið fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það er alltaf jafn fyndið að þegar maður byrjar að hugsa um það hvað manni finnst maður vera oft einn í heiminum. Ég meina þó að gella sé þrusu flott og horfi í áttina að þér og að þú sért þessi drop dead fallegi gaur. Það er alltaf þessi smá hlutur sem að fólk gleymir að hún gæti verið með gaur og hafi engan áhuga á að leitast eftir einhverju þessháttar. Með íslensku strákana, já, meirihluti okkar eru fífl. Sumir okkar eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar og aðrir eiga of auðvelt með...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok