Nú hefur Bandaríkjaforseti sætt töluverði gagnrýni fyrir málhelti sitt og menn jafnvel ásakað hann um trega greind. Nú spyr ég, hvað gat hver annar gert í þessari aðstöðu? Nú afstýrðu Kennedy bræður 3. heimsstyrjöldinni í kúbudeilunni en þá voru ekki þúsundir óbreyttra borgara látnir.

Stríðsóði vitleysingurinn hann Bush var sagt um hann, þó aðallega í hópi stuðningsmanna Gore. Bush hefur hér, hlíft Afganistan lengi í tilraun til að miðla málum við Talíbanastjórnina. Talíbanastjórnin er með mann í landi sínu sem ber ábyrgð á dauða þúsunda óbreyttra borgara og eiga þess kost að vinna með Bandaríkjamönnum í baráttunni gegn alþjóða hriðjuverkum og varla þarf að velta vöngum yfir því hvort borgar sig í framtíðinni. Þeir neita þessu og hæðast að Bandaríkjunum, Bush hefur sýnt stilli og þolinmæði lengi, ekki er hægt að skjóta skjólhúsi yfir þá hriðjuverkamenn er þarna eru.

Bush er hér að gera það eina rétta, vaða inn og reyna að leysa málið áður en það blæs upp og bólgnar enn meira. Ég get ekki réttlætt aðgerðir Bandaríkjamanna hér eða stutt þær en varla get ég séð annarra úrkosta leið. Þetta er stríð í uppsiglingu, lykilatriði úr þessu er að það gerist áður en sárin ná að rista dýpra en nú þegar hefur orðið.

Leggið umræðunni lið með innskoti, ekki trúi ég að allir séu á sama máli í þessum efnum enda hefur það sjaldnast verið þegar svo hápólitískt álitaefni kemur til kasta heimsbyggðarinnar.