Ægilega getur þetta verið flókið fyrir almening að skilja þessa vitleysu gagnvart þessu stríði í Afganistan.

Í fyrsta lagi:þegar hryðjuverkin voru gerð þá beindust línurnar strax að Bin Laden og talibanar sögðu bara að hann væri í felum í Afganistan og hefði það gott ef svo mætti segja.

Í öðru lagi:þá beinist engin grunur að talíbana stjórnin kom á bakvið þessa árás,bara Bin Laden og hans samtök.

Í þriðja lagi:Talíbanar neyta að framselja hann og segja að það stríði gegn sinni trú að gera það!

Í 4 lagi:Stríð er hafið,og varnarkerfi Talíbana er sett í rúst,enn síðan segir Omar leiðtogi talibana í Afganistan að áætlanir séu um að eyða Bandaríkjunum!
Manni finnst ótrúlegt að maður sem segir svona skulu vera í ríkisstjórn!!!


Þá spyr maður hverjir stóðu á bakvið þessa árás á Bandaríkin,er það Bin Laden og hans samtök eða Talibana stjórnin?eða þá Talibanir og Bin laden hafi skipulagt þetta saman!

Það er hægt að moka sandinum upp úr landinu!þá þýðir ekkert að reyna fela sig í einhverjum hellum og hefja einhvern skæruhernað,það er bara búið í dag.

Enn þetta með hryðjuverkin í Usa þá voru þau svo vel skipulögð að enginn grunaði neitt hvað þeir myndu nota sem vopn.
Það virðist vera nóg að 3 menn hafi eitt rakvélablað hvor í einni vél til þess að valda stríð…….dýr rakvélablöð það.

Þessir menn sem skipulögðu þetta að þeir voru engnir kjánar í þessu verkefni á Bandaríkin 11 sept,enn þeir gerðu heiminum kleift fyrir að fyrirbyggja að svona skuli aldrei gerast aftur.