West Ham tekur Man Utd og Eiður skorar tvennu Ég held að það verði allir sammála mér þegar ég segi að þetta var alveg yndisleg helgi í Enska boltanum. Helgin byrjaði á góðum sjónvarpsleik, Leeds - Liverpool þar sem úrslitin réðust ekki fyrr enn á lokamínotunum þegar Heskey hammraði seinna marki Liverpool í netið en á meðan á þessum leiki stóð áttust við tvö lið úr bítlaborginni í bítlaborginni þar sem Trammere sigraði Everton á heimavelli Everton 3-0. Arsenal komst áfram er þeir léku við QPR á Loftus Park, 0-6. Í dag voru svo sýndir stórskemmtilegir leikir eða allavega er hægt að segja að úrslitinn úr þeim hafi verið stórkosleg allavega þegar West Ham tók Man Utd á Old Trafford 0-1 með marki frá Paulo Di Canio. Og svo var en einn snilldarleikurinn þegar Chelsea sigruðu Gillingham 2-4 og skorðuðu þeir Eiðu og Jesper sitthvor tvö mörkinn, og ég sem var svo vongóður um að Eiði tækist að skora fyrstu þrennuna með Chelsea þegar hann skoraði á þriðju mín.
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian