Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ALLT um eminem:)

í Hip hop fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Eminem er sellout dauðans, síðan hann varð frægur hefur hann ekki þurft að gera rassgat, hann leggur sig ekki einu sinni fram í því að gera öðruvísi lög, þetta er alltaf sama ruglið aftur og aftur… og þú þarft nú ekkert að vera að segja að ég þekki ekki alvöru frá feiki… þetta er mín skoðun og hana má ég hafa í friði… fólkið sem hann böggast út í í textunum sínum á eftir að endast lengur en hann…

Re: ALLT um eminem:)

í Hip hop fyrir 20 árum, 11 mánuðum
hversu margar greinar er hægt að skrifa um þennan fávita… ég er farin að skrifa um ALVÖRU rappara og ég ráðleggi öðrum að gera slíkt hið sama…

Re: Varúð: Eldri borgarar í umferð !

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
ég er alveg sammála þér að gamalt fólk er hættulegt í umferðinni.. en… ætti ekki alveg eins að hækka bílprófsaldurinn eins og að láta gamalt fólk hætta að keyra.. ungt fólk er jú alveg jafn hættulegt og það gamla…

Re: Hvernig finnst ykkur..

í Hip hop fyrir 20 árum, 11 mánuðum
þetta er geðveikt lag það er co prodúsað af Beyonce sjálfri og Rich Harrison… konan getur bara einfaldlega allt…

Re: Tupac Amaru Shakur

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 11 mánuðum
ég nenni ekki að útskýra það sérstaklega ekki hér þar sem þetta er um Tupac, engan annan…. (ég leggst ekki það lágt að tala um Eminem á Tupac spjalli)er ekki upplögð til að fara í vont skap…

Re: Beyonce Knowles

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Djöfull er ég alveg drullusammála.. ég er alveg geðveikur Beyonce aðdáandi og konan er bara ekkert annað en snillingur.. í fyrsta lagi syngur hún alveg ótrúlega vel, hún er langskærasta unga stjarnan í dag… og þeim sem finnst hún vera léleg leikkona horfiði bara á Carmen hún er rosa góð í henni.. og til að enda þetta þá er hún stolt af því að vera með svoldið jelly utan á sér, þetta er kona sem maður getur litið upp til og reynt að líkjast því hún er með kvenlegan vöxt, stór læri og rass.....

Re: Tupac Amaru Shakur

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Glæsileg grein.. Tupac er uppáhaldsrapparinn minn og það er ekkert út af neinu öðru en að hann er snillingur.. ef þessi maður væri ekki til væri rappið ekki það sama og það er í dag… hann samdi alvöru texta um alvöru hluti ekki þessa venjulegu rapptexta og var alveg ótrúlega gott ljóðskáld… ég hef lesið alveg helling um af hverju hann ætti að vera lifandi og það er alveg gífurlega áhugavert… ég er samt ennþá á báðum áttum hvort ég á að trúa því hvort að þessi snillingur sé lifandi eða hvort...

Re: hvers vegna??

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 12 mánuðum
ég er alveg allsvakalega sammála þér… ég ætla að koma með kenningu sem fyrrum líffræðikennarinn minn kom með…: flestir tískuhönnuður eru hommar og þeir eru að reyna að láta módelin sín líta út eins og karlar… þær eru grindhoraðar, með engin brjóst og kinnfiskasognar og líta algjörlega frekar út fyrir að vera karlar…. en allaveganna, þetta er bara ein hliðin á málinu…. ég segji bara áfram BEYONCE því hún er kynþokkafyllsta kona í heimi og er mjög kvenleg…. :)

Re: Allt búið!

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum
Í fyrsta lagi er ekki hægt að segja að tyrkneska lagið hafi verið stolið frá holly valance af því að hún stal því sjálf… kisskiss er nákvæm eftirlíking af indversku lagi nema það að textinn er þýddur yfir á ensku… ég kaus Belgíu, Noreg og Austurríki og auðvitað var Austurríki með langflottasta lagið, syngjandi um kakkalakka í flísunum og núðlur og pasta… snilld… annar hver flytjandi var falskur sérstaklega breska hörmungin, það er rosalega sérstakt að bretland fái engin stig þar sem að það...

Re: Tatú

í Fræga fólkið fyrir 21 árum
það er alveg vitað að þær eiga kærasta heima í rússlandi… mer finnst það persónulega mjög áhugavert ef þær vinna því þær hafa sagt að ef þær vinna þá ætli þær að giftast… very interesting….

Re: Guns don't kill people, the media does!

í Deiglan fyrir 21 árum
Ég er alveg sammála þér krizzi. Ég er búin að sjá þessa mynd og mér fannst hún alger snilld. Mér finnst þetta alls ekki svo vitlaus hugmynd um að fjölmiðlar eigi einhvern hlut í þessari geðveiki. Fjölmiðlarnir sýna bara allt þetta versta sem gerist í samfélaginu og leggja áherslu á það sem er krassandi en gleyma að segja frá góðu hlutunum… Í þessari mynd er talað við formann byssueigendafélags BNA (held ég) og þar segist hann sofa með hlaðna byssu í húsinu og segist þá vera öruggur og segir...

Re: Biggie & 2Pac

í Hip hop fyrir 21 árum
alveg sammála þér, það er rosalega sorglegt að þessi morð plús Jam Master Jay verði aldrei leyst, þá átti að refsa þessu fólki hvort sem það var Suge Knight eða einhver annar fyrir að drepa svona snillinga…

Re: 8 mile á sviðið

í Hip hop fyrir 21 árum
djöfull vorkenni ég þeim sálum sem þurfa að sitja uppi með Eminem og leikstýra og leika með honum, það fólk hefur alla mína samúð…

Re: Biggie & 2Pac

í Hip hop fyrir 21 árum
hvernig geturu latið svona vitleysu ut ur þér…. ef það væri ekki fyrir Tupac þá væri engin Eminemfáviti….

Re: Biggie & 2Pac

í Hip hop fyrir 21 árum
Biggie og 2Pac heimildarmyndin sem er verið að sýna á kvikmyndahátíð í Háskólabíói.

Re: Slæm keppni, með verri lögum

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum
Ég er rosalega sammála þér… persónulega finnst mér þetta hámarkið í leiðinlegri og asnalegri tónlist en ég horfi samt sem áður alltaf á þetta því þetta er eina skipti ársins þar sem ég bókstaflega grenja úr hlátri út af hveru einasta lagi… ef það er satt þetta með að maður lengi lífið með hlátri þá ætti fólk sko virkilega að horfa á þetta… …og hver vill ekki sjá “skandalinn” sem TATU ætlar að framkvæma, ég vona það skemmtunarinnar vegna að þær vinni því þá ætla þær víst að gifta sig…

Re:

í Deiglan fyrir 21 árum
Thulesol: ég tek þessu alls ekkert illa, ég sé að þú ert mjög víðsýn eins og ég og ég fíla þannig fólk… =) annars hefuru alveg rétt fyrir þér, ég hafði ekki hugmynd um þetta með Japanina… ætli maður fari ekki að henda sér niðrí einhverjar bækur… þó ég segi þetta þá breyti ég samt ekkert mínum skoðunum…. ég held ennþá að allir rasistar séu fávitar…. meiri peace =)

Re: Rasismi? (uppfært version)

í Deiglan fyrir 21 árum
Thulesol: ég er alveg sammála þér að svartir og gulir eru ekkert minni rasistar heldur en aðrir, en trúðu mér þeir hafa, (allaveganna svarta fólkið) miklu betri ástæður fyrir því heldur en hvíta fólkið, allaveganna í bandaríkjunum… þú talar um að þeir eigi bara að ná því að forfeður þeirra hafi verið þrælar í gamla daga… hvernig í fjandanum er bara hægt að gleyma því á einu bretti… hvítu mennirnir í gamla daga ákváðu bara að þeir nenntu ekkert að vinna lengur og ákváðu að fá sér bara eins og...

Re: Rasismi? (uppfært version)

í Deiglan fyrir 21 árum
Mig langaði bara til að láta ykkur öll vita sem eruð búin að vera að jarma yfir hvað ego svarta mannsins er ömurlegt að fara að sjá Bowling For Columbine…. það ættu allir að sjá þessa mynd… hun er argasta snilld!!!

Re: eminem

í Hip hop fyrir 21 árum
drullu sammála… ég er farin að skrifa grein…. og það verður sko eitthvað annað en um þennan fávita….

Re: Hmmm

í Hip hop fyrir 21 árum
er buin að heyra þetta lag hennar og finnst það alveg arfaslappt… skrítið að enginn hafi sagt henni að hún gæti ekki rappað eða kannski er þetta viljandi hjá henni, það er spurning hvort hún er þá að hæða einhvern? hummmm… hver veit?

Re: Þrælar og ljótt fólk

í Deiglan fyrir 21 árum
Þetta er rosa djúpt en á sama máta er ég svolítið lost… ætli þetta verði svona hringrás? ljóta fólkið nær yfirráðum af fallega fólkinu en svo kemur svona “superbeauty” og tekur yfirráðin aftur… annars hef ég ekki Guðmund eða grænan…

Re: Baraátta

í Deiglan fyrir 21 árum
málið er að þetta er svo miklu umfangsmeira heldur en þetta sem þú talar um í greininni þinni… þessi stífla sem á að byggja verður ekkert eitthvað venjulegt hús heldur stærra en tvær hallgrímskirkjur samanlagt… þetta á eftir að vera alger sjónmengun, einhver risarisa steinsteypuklumpur… ég hef reyndar aldrei farið þangað en hef frétt að það sé alveg gífurlega fallegt þarna… mér finnst að við þurfum að ákveða hvort við ætlum að vera iðnaðarþjóð eða hvort við ætlum að leggja áherslu á...

Re: stjörnu dýrkun

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 1 mánuði
nenni ekki einu sinni að eyða orkunni í svona smástelpur eins og þig… en ef þú ert eitthvað að velta fyrir þér enskukunnáttu þinni farðu þá á þína eigin síðu og skoðaðu hvernig þú skrifaðir “I think that she is with some gum” við eina af fallegu Britney myndunum þínum!

Re: stjörnu dýrkun

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 1 mánuði
svandisosk: humm já ég var að dæma eftir útliti því það er það sem fólk gerir þegar það þekkir ekki fólkið sem við er átt… “first impressions” er einmitt þannig… dæmt eftir útliti, þó það sé kannski eitthvað sem fólk vill ekki þá er það samt því miður þannig… einhvernvegin á ég bágt með að trúa því að heilinn á þér sé í stærsta númerinu þar sem þú ert ennþá í barnadeildinni og trúðu mér, fólk sem er í fullorðinsdeildinni hefur völ og kost á stærri heila…. svo sem var það ekki ætlunin að fara...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok