Sjaldan held ég að júróvisjón hafi verið jafnspennandi og í gær og úrslitin komið jafnmikið á óvart. Ég held að allir geti verið sammála um að keppnin hafi verið glæsileg, sviðið var það flottasta sem ég hef séð í keppninni, kynnarnir (sérstaklega Reinard) fínir, mörg góð lög og fjölbreytni í búningum og sviðsframkomu…tjah..einstök.
Birgitta stóð sig afskaplega vel, alveg eins og hetja og lenti enda ofarlega. Atriðið var stílhreint og ekki verið að setja neinar dýramyndir eða leika sér með borða. :)
Tyrkneska lagið var ekki uppáhaldslagið mitt en atriðið var ágætt og lagið alls ekki slæmt. Ég var líka fegin ad TATU unnu ekki þar sem mér fannst þær syngja frekar illa og vera frekar óöruggar í framkomu. Belgíska lagið var reyndar eitt af mínum uppáhöldum en ég bjóst ekki við ad sjá það svona ofarlega. Gott mál engu að síður.