Ég er ekki mikill Eurovision aðdáandi, eins og allir mínir vinir og félagar. Það kom mér hinsvegar mikið á óvart þegar títtnefndir Botnleðjumenn sölsuðu um og sendu inn lag í forkeppnina, hið fínasta lag sem vissulega hefði átt að vinna (ég er á því að kosningasvindl eða hagræðing hafi átt sér stað), ég fylgdist spenntur með atkvæðagreiðslunni, og fór hún á þann veg sem ég óttaðist mest, Birgitta Haukdal vann …. þetta sýnir okkur bara að það ætti að vera 18 ára aldurstakmark á GSM síma eign. Finnst ykkur ekki líklegt að fólkið úti í heimi myndi kjósa skemmtilegt rokklag en eitthvað gegnsýrt hnakka popplag? Lagið er btw. ekki líkt því sem það var í forkeppninni, afhverju keppir fólkið ekki með lögin sem það ætlar með út?

En ég ætla ekki bara að tala um þessa blessuðu forkeppni, ég ætla líka að tala um lögin og anda keppninnar. Ljót föt, asnalegir dansar, ömurleg lög með ömurlegum listamönnum. Hvar annars staðar sérð þú tónlistarmenn sem brosa svo mikið út allt lagið og keppnina, að næstu 4 dagar fara í að nudda vöðvaspennuna úr kinnavöðvunum?

Mér eru minnisstæðust, af íslensku lögunum, Gleðibankinn, Eitt lag enn og Angel. Ég nenni ekki að rifja upp fleiri lög, enda eru öll lög sem Íslendingar hafa sent til keppni alveg hreint ömurleg, fyrir utan Hægt og hljótt, var ekki ráð að brjóta upp óskrifuðu regluna um asnapopp eða grenjilög og senda almennilegt lag með tempói og gítarhamagang?

Svona, til að slútta þessu, þá er júróvsjón örugglega áhugaverð og spennandi keppni, fyrir fólk með skelfilegan tónlistarsmekk og ekkert stílvit. Ég ætla að sniðganga keppnina með öllu og chilla með Botnleðjulagið, og þegar það er búið tekur Sigur Rós við ….