Hvar á maður að byrja. Þú ert guð sem að átt að taka yfir þorp með því að fá íbúana til að trúa á þig. En það er bara byrjunin, þú hefur líka skepnu sem að hlýðir þér í einu og öllu (Svo lengi sem að þú hefur þjálfað hana til að hlýða þér), þessi skepna, eins og þú, getur gert kraftaverk og hún stækkar, og því stærri sem að hún verður, því öflugari verður hún. Síðan getur þú líka látið hana berjast við aðrar skepur, getur þú ímyndað þér ljón á stærð við eiffelturninn að berjast við álíka...