Ég hef nýlega verið að velta fyrir mér lögum landsins og þannig og ég hef komist að því að sum lög á Íslandi eru ekki svo slæm. Eins og með þessa gutta sem að sitja inní fangelsi fyrir eiturlyfjaneyslu eða vörslu eiturlyfja, þá er þeim komið fyrir í meðferðum og allskonar betrunaraðferðum notað en er þetta nóg? Eins og með t.d. nauðgunardóma og þannig ég hef ekki komist að því að það sé neitt betrunarhæli fyrir þannig fólk, en þá kemur að því að er hægt að bjarga þessum mönnum? Eða væri sniðugara að loka þá inni lengur?.. Ég vill hvetja sem flesta til að kynna sér þessi mál og koma með hugmyndir og fá Alþingi til að bæta lög landsins. Ég veit ekki alveg hvort þetta sé alfarið rétt hjá mér en ég hef leitað og kynnt mér þetta efni og ekki fundið meir um þetta. Mín hugmynd er sú að koma á harðari gæslu og meira eftirlit með alvarlegum ódæðismönnum og harðari dóma á síafbrotamönnum og einnig betrumbæta allt dómkerfi landsins þar sem að sum lög eru bara hreinlega úrelt. En þetta eru bara mínar hugmyndir hverjar eru ykkar?