Nýfráskilin kona var á gangi eftir strandlengju, nöldrandi yfir því hversu illa hún hafi farið út úr skilnaðinum.

Þá kemur hún skyndilega auga á töfralampa sem lá í flæðarmálinu.

Hún tekur hann upp og strýkur hendinni rólega rólega eftir honum. PÚFF.!

Upp úr honum sprettur töfra andi.!!

Andinn sá strax að eitthvað var að angra hana og hann biður hana að segja sér hvað sé að, hún gerir það.

Hann segist vilja hugga hana með því að gefa henni þrjár óskir.
Hann varar hana við því að fyrrverandi eiginmaður hennar muni fá tífalt það sem hún óski sér.

Konan var ösku vond, því henni fannst þetta mjög ósanngjarnt.

Samt byrjaði hún á því að óska sér eina milljón króna í seðlum.

Andinn veitti henni óskina og hún heldur alt í einu á stóru seðlabúnti.
Andinn minnir hana nú á að fyrrverandi eiginmaður hennar eigi núna tíu milljónir króna í seðlum.

Þá varð kona brjáluð af reiði. - Með næstu ósk, óskaði hún sér stórt sveitasetur á fallegri strönd á einka eyju.

Óskin var veitt. Enn og aftur bendir andinn konunni á að núna eigi fyrrverandi eiginmaður hennar

tíu slíkar eyjar með stórum fallegum sveitasetrum.
Nú fylltist konan angist við að heyra þetta og gaf sér góðan tíma til þess að hugsa sér þriðju og síðustu óskina.

Áður en hún óskaði sér, minnti andinn hana á að fyrrverandi eiginmaður hennar mundi fá tífallt það sem hún mundi óska sér.
“Ekkert mál,” sagði konan og iðaði í skinninu af eftirvæntingu.

“Seinasta ósk mín er, Ég vildi að ég fengi vægt hjartaáfall”