Ég hef reglulega skrifað stutta pistla hér á Deiglunni á Huga um framtíð olíunnar í heiminum, og er þetta þriðja greinin mín á um 3 árum um þetta viðfangsefni.

Í öllum þessum greinum mínum hef ég bent á hið komandi hrun - olíuhrunið. Olíuhrunið mun ekki einungis hafa þau áhrif að við komumst ekki á milli staða í bílum okkar, heldur mun það í raun valda því að efnahagsstoðir heimsins munu hrynja.

Nú þegar bensínlítrinn á Íslandi er kominn í sögulegt hámark, og styrkleiki krónunnar í sögulegu hámarki þá langar mig til að velta þessu aðeins fyrir mér.

Bensínlítranum er 120 kr. núna, en var um 90 kr. árið 2001. Hinsvegar árið 2001 var dollarinn í rúmlega 110 kr., en núna er dollarinn í rétt rúmlega 60 kr.

Það virðist ekki stefna í að bensínlítrinn fari að lækka um tugi prósenta alveg á næstunni, þvert á móti sýnist mér að verðið í dag sé komið til að vera, og ef eitthvað er þá muni það hækka enn frekar á næstu 3 árum, og þar að auki á krónan eftir að veikjast líka (sem hún gerir alltaf eftir uppsveiflur).

Munum við eftir 2-3 ár þurfa að kaupa bensínlítrann á 50% hærra verði en við gerum í dag? Ekki get ég séð að kaupmáttur launa muni aukast samhliða því.


Kína, Indland, BNA og í raun mörg önnur ríki bítast um aðgang að olíu, hver er að vera síðastur til að tryggja sér aðganginn að síðustu stóru olíuauðlindum jarðar.

Þó svo að olían muni þannig séð aldrei klárast, þá mun verða svo óhagkvæmt að dæla henni upp í nægilega miklu magni til að anna eftirspurn. Þegar eftirspurnin er orðin jafn geysimikil og hún er í dag þá þýðir það aðeins eitt, hækkandi olíuverð.

Nú í dag má segja að olíuverð sé á mörkum þess að vera viðunandi svo að það hafi ekki áhrif á efnahagskerfið, en ekkert bendir til þess að verðið sé að lækka, einfaldlega því eftirspurnin er sífellt að aukast og engar nýjar stórar olíuauðlindir er að finna.


Fyrsta greinin sem ég skrifaði um Olíuvandann:
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=885258

Seinni greinin:
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=1739476


Einnig vil ég benda ykkur á að lesa eftirfarandi greinar á vald.org:
(Ath. þetta er ein grein, smellið á fyrsta tengilin fyrir fyrstu síðu, og næsta tengil fyrir næstu síðu o.s.frv.)
http://www.vald.org/greinar/050709.htm
http://www.vald.org/greinar/050710.htm
http://www.vald.org/greinar/050716.htm
http://www.vald.org/greinar/050720.htm
http://www.vald.org/greinar/050801.htm