Nú þegar styttist í leikina (FM2005 & CM5) eru fréttir farnar að streyma nokkuð reglulega. Því þykir ærin ástæða til að endurlífga upp á fréttahornið og munu fréttir verða uppfærðar eftir því sem tími vinnst. Fréttahornið má nálgast með því að ýta á „sjá meira“ hnappinn í ATH! CM4 boxinu sem staðsett er uppi hægra megin. Með von um góðar viðtöku
Búið er að henda út fullt af tenglum úr tenglasafninnu. Tenglarnir voru annað hvort óvirkir eða síðurnar óuppfærðar frá áramótum. Örfáir tenglar eru enn í tenglasafninu sem vísa í síður sem unnið er að endurbótum á og eru því óstarfhæfar í augnablikinu. Verður fylgst með þeim síðum. Að lokum skora ég á sem flesta að senda inn tengla sem geta ganast öðrum.
Áhugamálið hækkar sig um heil þrjú sæti og er nú það 9. vinsælasta. Ég verð að viðurkenna að ég bjóst svo sem ekki við áhugamálinu þetta háu í mars þar sem að ekki margar greinar hafa komið. En ég segi enn og aftur að korkarnir hér eru einhverjir þeir virkustu á Huga. Það komu inn tvær leikmannagreinar. Ég vil minna notendur á að á leikmannakubbinn eiga að koma ítarlegar leikmannagreinar en svo er auðvitað hægt að nota korkinn í smáar leikmannagreinar.
Leikmannakubburinn í endurskoðun. Til að sækja um aðgang að leikmannakubbinum þarf að: I. Skrifa leikmannagrein II. Senda hana í gegnum e-mail á stjórnendur wbdaz@hotmail.com (wbdaz) pirez_87@hotmail.com (pires) meatloaf@visir.is (snowler) heyja_@hotmail.com (jessalyn) yngvi@yngvi.is (yngvi) III. Þið fáið svar til baka og nánari leiðbeiningar ef greinin hefur hrifið stjórnendur. Reglur um leikmannakubbinn: 1. Greinar skulu vera vel stafsettar. Lesið greinina yfir áður en hún fer til...
Já í janúar fer áhugamálið niður um þrjú sæti og í það 13. Greinarnar voru á vel fyrsta tuginn, 9 ef mér telst rétt til en engar leikmannagreinar voru sendar inn. Nýr admin kom mjög óvænt til starfa á áhugamálinu. Takk fyrir.
Já samkvæmt veftalningu teljari.is fyrir hugi.is er hugi.is/cm 10. vinsælasta áhugamálið í desember. Það er heilum 3 sætum ofar en í síðasta mánuði. Greinilegt að einhverjir hafa fengið leikinn í jólagjöf. 20 greinar voru sendar inn í desember miðað við 9 í nóvember. Leikmannagreinarnar voru 6 sem er jafn mikið og var í síðasta mánuði. Það er þó greinilegt að endurskoða verður hverjir hafa aðgang að leikmannakubbinum vegna fárra og að mínu mati óvandaðra greina. Búast má við því að margir...
Já áhugamálið heldur sér í 13. sætinu í nóvember. Það komu inn 6 leikmannagreinar og 9 greinar sem er ágætt. Í nóvember kom nýjasti leikurinn út svo að það eru vonandi sem flestir búnir að næla sér í eintak út í næstu tölvubúð. Svo eru sennilega margir í prófum þannig að einhverjir vilja sjálfsagt bíða með að spila leikinn þangað til eftir próf.
17. sætið í október. Í rauninni það 13. því við teljum ekki forsíðu, static, egó og kasmír sem áhugamál. Það er mjög jákvætt að sjá allar þessar greinar og hafa þær farið batnandi síðustu mánuði. Í október voru sendar inn 17 greinar. Leikmannakubburinn var opnaður og nú þegar hafa komið inn 12 leikmannaumfjallanir (10 í okt.). Ég vil þó beina þeim tilmælum til þeirra sem hafa aðgang að kubbinum að það er ekki magnið heldur gæðin sem telja ;) Nýjasti leikurinn er svo væntanlegur 21. nóvember...
Leikmannakubburinn hefur opnað að nýju. Þeir sem hafa aðgang að honum í fyrstu eru: Jessalyn (admin), Pires (admin), Snowler (admin),Wbdaz (admin) og Geithafur. Einnig viljum við benda á að sögukubburinn er opinn.
Ekki hefur mikið verið í gangi á þessu áhugamáli og þykir mér ljóst að ef ekkert verður gert endi þetta áhugamál eins og mörg önnur hér á Hugi.is, deyjandi hröðum dauðdaga. Það kæmi mér heldur ekkert á óvart ef að hreinsað yrði til á Hugi.is á næstu misserum þar sem það kostar bæði peninga og dýran tækjakost að halda úti jafn stóru vefsvæði og Hugi.is er. Það mundi bara þýða eitt og það er að þetta áhugamál yrði lagt niður í núverandi mynd. Þetta eru þó bara vangaveltur mínar og ber ekki að...
Nýr textakubbur þar sem þið getið komið með góðar sögur úr golfinu. Greinarnar þurfa ekki að vera mjög langar en stafsetningin þarf að vera ágæt. Engar golfsögur komu inn fyrstu tvær vikurnar meðan kubburinn var og því hefur hann verið tekinn niðu
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..