Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

skuggi85
skuggi85 Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
3.796 stig

Re: Borga fyrir POKA í verslunum....

í Tilveran fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Hins vegar ætti ég þá kannski að minnast á það í leiðinni að þú sparar líka nokkra tíkalla með því að hætta að borga með debetkorti í búðum og taka frekar út pening í hraðbanka í staðinn ;)” Eins og ég er búinn að taka fram 20x í þessum korki að þá er ég að tala um þægindi en ekki peninga.<br><br>______________________________________________________________________________________________ <b>Fairy power!</

Re: Minn skilningur a hugtakinu ast.

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já veistu ég er sammála… Sérstaklega með að vera ekkert að flýta sér að finna þann eina rétta. Það er kannski erfitt að velja sérstakan aldur þar sem fólk eru misþroskuð og með misjafna lífsreynslu, en ég persónulega vil ekki finna þann eina rétta fyrr en ég er er orðinn u.þ.b. þrítugur. Ég vil njóta þess að vera ungur og vera í nokkrum alvarlegum samböndum og læra af þeim áður en ég fer eitthvað að skuldbinda mig af alvöru. Tel það ekki vera sniðugt að gifta sig í strax í kringum...

Re: Giftingar samkynhneigðra/tvíkynhneigðra.......

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Hvað ef mig langar nú að koma öllum að óvörum og vera með stelpum?” Þú kemst ekki að því hvað skeður þá nema bara að prófa það :)

Re: Giftingar samkynhneigðra/tvíkynhneigðra.......

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Svipað hjá mér. Fólkið mitt hefur ekki hugmynd um að ég sé tvíkynhneigður, mér er samt alveg sama hvað þau vita um mig eða ekki. Á meðan þau skipta sér ekki af mér……” Eimitt… Ég sagði aðeins fjölskyldu minni, ætla ekkert að fara að tilkynna þetta fyrir allri ættinni. En já í raun er allt í lagi ef að þau vita það, og ef þau vita það ekki. En maður veit samt aldrei, getur vel verið að ég mæti bara með kærasta í jólaboð eða ættarmót. En tel enga ástæðu til þess að tilkynna það eitthvað...

Re: Giftingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“En svo til að spurja alla til baka, er virkilega svo mikilvægt að gifta sig ? Er ást milli einstaklinga ekki nóg ?” Auðvitað er mikilvægast bara að fá að vera með einstaklingnum sem maður elskar. En samt sem áður þá skiptir máli hvort að parið sé skráð í hjónaband þegar kemur að fjármálum, ættleiðingum og fleira. Og því er mikilvægt að allir hafi þennan rétt. En af hverju er svona mikilvægt fyrir gagnkynhneigða að gifta sig ? Eigum við ekki bara að banna öllum að gifta sig ? Eina sem...

Re: Fólkið á djammstöðum!

í Djammið fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ok ég vissi alveg að það var kaldhæðni í þessu ég vildi bara samt svara þessu :P En reyndar þá er ég ekki á móti því að unglingar skoði klám, ég og flestir vinir mínir höfum gert það síðan við vorum 11 ára. Og samt erum við ekkert kynlífsfíklar eða nauðgarar í dag. Tel það bara eðlilegt að vilja fylgjast með klámi þegar maður er í hámarki kynorku sinnar :) Sérstaklega fyrir stráka.

Re: Fear Factor....

í Tilveran fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Er maður fitubolla ef að fituprósentan er 20% og brjóstin lítil ? Það sem ég var að gagnrýna er að stór hluti af konunum eru eins og tískumódel klipptar út úr tímaritum, ég sá lítin sem engan mun á þessum þætti þegar það var sérstakur supermodel þáttur.<br><br>______________________________________________________________________________________________ <b>Fairy power!</

Re: Fólkið á djammstöðum!

í Djammið fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég tel nú að kynlíf og áfengi séu mjög ólík þar sem kynlíf er eitthvað sem er mikið meira persónulegt en að fá sér bjór eða vínglas. Ég myndi kannski ekki sýna börnunum mínum klám en ég myndi vera hreinskilin með þær skoðanir sem ég hef á því. Ég ætla ekki að vera óraunsær og segja þeim að bíða þanga til þau giftast eða verða fullorðin eða eitthvað svipað. Heldur bara að hvetja þau að stunda kynlíf út af réttu ástæðum, af því þau vilja það. Ekki í partý blindfull eða út af hópþrýstingu. Og...

Re: Fear Factor....

í Tilveran fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er satt að það kemur einn og einn massaður brúnn gaur í þessa þætti, en það er langt frá því að vera jafn mikið og hjá konunum. Það er meira eins og þetta sé einhver regla hjá konunum… Einnig þá er miklu oftar sýnt þegar konurnar aflæðast.<br><br>______________________________________________________________________________________________ <b>Fairy power!</

Re: Fólkið á djammstöðum!

í Djammið fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já… Sjálfur hef ég farið á skemmtistaði frá því ég var 16 ára (er reyndar kominn með leið á því í dag), og sé ekkert rangt við það. Þegar ég var orðinn 16 ára gamall að þá talaði ég við móður mína og hún var ekkert á móti þessu, henni fannst ég vera kominn með þroska til þess að fara með áfengi og að kíkja með vinum mínum í miðbæinn. Og það er alveg rosalega stór hluti þjóðarinnar sem að sér ekkert rangt við það að fara í ríkið fyrir fólk á framhaldsskólaaldri. Svo vonandi fer þetta að...

Re: Fólkið á djammstöðum!

í Djammið fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Að mínu mati ætti að gera meiri kröfur um þroska til þess að geta ekið heilu tonni af drápstóli heldur en það að geta farið inn á skemmtistað með vinum sínum og keypt bjór. Ég er 18 ára og finnst það frekar leiðinlegt að áfengisaldurinn sé 20 ára. Það er ætlast til þess að maður sé orðinn fullorðinn og ábyrgður fyrir sjálfum sér en samt er ekki leyft manni að kíkja á lífið með vinum sínum. Ég giska á að það verði meiri skipting á skemmtistöðum þegar áfengisaldurinn fer niður í 18 ára. Þá...

Re: Glæsilegar auglýsingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Spurning hvort að ættingjarnir myndu samþykkja þessa mynd sem er í uppi í hægra horni á Deiglunni ?

Re: Giftingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Gifting er kristileg helgun sambands konu og karls, til að þau geti fjölgað sér án þess að fremja hór. Þó að þetta sé gamaldags framsetning þá getur kirkjan ekki sætt sig við að ”kynvillt“ sambönd séu helguð á sama hátt og ég er að miklu leyti sammála.” Já það er náttúrulega hægt að nota sömu rök og banna fólki sem að eru getulaus að giftast. “Ein spurning; ef samkynhneigð sambönd eru alveg eðlileg þá væri í lagi að við værum öll þannig er það ekki ?” Allir hafa auðvitað sama rétt til þess...

Re: Giftingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Það ker mjög skiljanlegt ef kristin kirkja vill ekki lögleiða það sem guðinn bannar.” Var ekki einhver hérna áðan að segja að það sé bannað að raka sig og fara í klippingu ? Samt er leyft fólki að gifta sig þó þau séu nýbúin að raka/klippa þau. Og flestir prestar fara nú líka í klippingu reglulega :)

Re: Giftingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“a.m.k. á meðan samfélagið er ekki enn búið að sætta sig við tilhugsunina um að börn séu alin upp af samkynhneigðum.” Þú verður náttúrulega að átta þig á því að þetta breytist ekkert sjálfkrafa. Fólk sættir sig ekki við tilhugsunina að fullu nema að upplifa það að sjá fjölskyldu í þessu formi. Svipað og bara ættleiðingar almennt, fyrir nokkrum áratugum þá var alveg rosalega hátt hlutfall af fólki bara á móti ættleiðingum almennt. Það sem breytti viðhorfi fólks var að “hoppa í djúpu laugina”...

Re: Femínistar og niðurníðsla á karlkyninu!

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“ég veit að þú ert ekki sammála mér með að femínisti sé endilega kona, en þú verður að viðurkenna að femínistar berjast eingöngu fyrir rétti kvenna… eða hvenær heyrðust þær síðast mótmæla misrétti gagnvart körlum?” Það er allavega mjög sjaldgæft. En þær afsaka það með því að hafa karlahóp í félaginu.

Re: Femínistar og niðurníðsla á karlkyninu!

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Ég veit ekki allveg hvort ég sé femínisti eða ekki, mín koðun er sú að konur séu ekki alltaf með sömu réttindi og karlar t.d. í sambandi við laun og mér finnst að það verði að bæta það.” Þú verður samt að passa þig á þessari mynd sem feministar mála upp fyrir þjóðina. Málið er að konur eru að fá nákvæmlega sömu tækifæri á vinnumarkaðnum, þær bara nýta sér þessi tækifæri ekki jafn mikið og karlmenn. Konur biðja ekki um launahækkanir jafn oft og sætta sig mjög oft alveg við það að hafa ekki...

Re: Borga fyrir POKA í verslunum....

í Tilveran fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Enginn sem bannar þér að vera bara með poka með þér” Það yrði nú mikið meira vesen, sérstaklega af því að maður planar ekkert alltaf búðarferðir fram í tímann. Stundum stekkur maður bara inn í búð á leiðinni heim úr skólanum. “Þetta fer yfirleitt í að græða landið eða álíka sem er bara ekkert nema gott.” Og ? Búðirnar geta alveg styrkt þessi góðu málefni áfram þó þær reikni pokaverðið inn í almennan rekstur. Starfsmenn geta þá allavega drullast til þess að standa sig í því að spyrja hversu...

Re: Giftingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Ef að hjónaband er það ekki lengur þá er ekki heldur lengur nein ástæða til að takmarka giftingu við 2 einstaklinga. Afhverju ekki 3 eða 4 eða 10 ?” Já í raun er hægt að opna umræðu hvort að það eigi að lögleiða hjónaband á milli fleiri en tveggja einstakling. Ég er samt ekki alveg sjálfur búinn að mynda skoðun í þessu máli.. ég meina. Ef maður giftist 20 útlendingum eiga þeir þá allir að fá ríkisborgararétt ? Að leyfa þessa tegund hjónabands þá værum við bókstaflega að opna landamærin fyrir öllum.

Re: Giftingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“ég varð fyrir miklum vonbrigðum með minn mann ( swarzenegger ), þegar hann mótmælti því þegar samkynhneigðir giftu sig í SanFransisco.” Þetta átti samt bara að vera eitthvað lagalegt dæmi. Ég hef heyrt að hann styður samt persónulega giftingar samkynhneigðra. Samt ég er ekki alveg með það á hreinu.

Re: PEPSI - auglýsing

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Því miður held ég að þær hafi ekki gert allt lagið… Þeir vilja greinilega að maður horfi bara á auglýsinguna :)<br><br>______________________________________________________________________________________________ <b>Fairy power!</

Re: Westlife

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Robbie og svo auðvitað Justin T líka… En það gengur ekki jafn vel hjá vini hans JC… og hinir reyna ekki einusinni að gefa neitt út þar sem þeir eru bara back-up söngvarar.<br><br>______________________________________________________________________________________________ <b>Fairy power!</

Re: Glæsilegar auglýsingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Ef mamma þín færist í hræðilegu bílslysi, væri þá í lagi að nota það í sjónvarpsauglýsingu Ástþórs Magnússonar? Kannski mynd af bílnum öllum blóðugum?” Það yrði nú mikið grófari auglýsing en sú sem Bush notar í dag. Hryðjuverkaárásin 11.september er eitthvað sem að hafði áhrif á alla þjóðina, ólíkt einu og einu bílslysi. Því er eðlilegt að þessi atburður sé frekar mikið í fjölmiðlum. Mín skoðun er sú að þetta var smekklega gert og að ættingjarnir hafi ekkert til þess að væla yfir. Bara núna...

Re: Westlife

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Stór mistök :) Let me guess… hljómsveitin hættir og þeir gefa allir út eina sóló plötu, og hverfa svo burt úr fjölmiðlum eftir það.<br><br>______________________________________________________________________________________________ <b>Fairy power!</

Re: Glæsilegar auglýsingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Að mínu mati er alls ekki verið að ganga of langt í þessum auglýsingum. Myndi ekki koma mér á óvart ef að þetta er bara meira peningaplokk í ættingjunum. George W. Bush var forseti þegar þessi hryðjuverkaárás var gerð og var það líklega mikilvægasta verkefni ævi hans hvernig átti að bregðast við þessari árás. Svo auðvitað er í lagi að hafa það inni í auglýsingapakkanum hans í framboði.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok