Hver hefur ekki tekið eftir því á því að fara á staði að inn á vissum stöðum er alltaf sama fólkið. Maður getur farið fyrir víst inn á vissa staði og pottþétt séð hina og þessa manneskju. Í mörgum tilvikum er þetta bara uppáhaldsstaður persónunnar en oft er það líka því hún er pottþétt á að komast þarna inn, eða bara kemst ekki neinsstaðar annarsstaðar inn.
Ég ætti nú voða lítið að segja sjálf því ég er ekki ennþá komin með aldur en vantar bara smá uppá en ég er ekkert spurð um skilríki en ef ég er spurð að því þá sýni ég það og hef alltaf verið hleypt inn því það vantar svo lítið uppá.
En ég hata þegar staðurinn er orðinn troðinn, hleypa samt kannski ennþá fólki inn og síðan er meirihlutinn af fólkinu þá kannski 19 ára og undir, ekki einu sinni að verða 20 á árinu. En þeirra að hafa reynt að komast inn eða redda sér fölsuðum skilríkjum en mér finnst bara stundum öllum vera hleypt inn. Jafnvel niður í 15 ára manneskjur, það finnst mér vera komið of langt niður.
Ég hef nefnilega rekist á krakka á aldri systur minnar niðri í bæ að reyna að komast inn á staði og inná þá vissum stað er nærri öllum hleypt inn þannig þar eru fullt af “yngri” stelpum og síðan eldri strákum sem eru í þeim tilgangi að hössla þær.
En við sjáumst bara á djamminu ;Þ