Glæsilegar auglýsingar Nú hefur mikið veður verið gert út af auglýsingum George W. Bush og hafa félög slökkviliðsmanna í Bandaríkjunum orðið æf vegna þess að hann hefur í auglýsingum sínum birt myndir frá 11. september þar sem slökkviliðsmenn koma fyrir. Það hefur svo verið greint frá því að þessi félög eru höll undir framboð Johns Kerry.

Það er ótrúlegt að svona félög skuli hafa eitthvað vald í þessum efnum. Það var jú einu sinni George W. Bush sem var forseti og leiðtogi þjóðarinnar í þessum hörmungum.

Mér finnst þessar auglýsingar flottar og vona að fólk gefi sér tíma til þess að skoða þær: http://www.georgewbush.com/tvads/

Þetta hefur mbl.is um málið að segja:
“Auglýsingaherferð George W. Bush Bandaríkjaforseta vegna forsetakosninganna síðar á árinu byrjar ekki vel. Samtök ættingja þeirra, sem fórust í hryðjuverkaárásunum í landinu 11. september 2001, hafa harðlega gagnrýnt auglýsingar, sem tóku að birtast í fjölmiðlum í gær.”

“Landssamtök slökkviliðsmanna í Bandaríkjunum hafa beðið þá sem standa fyrir auglýsingunum um að hætta að birta þær. jafnframt fóru samtökin fram á að Bush forseti bæði ættingja þeirra slökkviliðsmanna, sem fórust í World Trade byggingunum, afsökunar á að hafa vanvirt minningu þeirra með því að tengja hana pólitískum slag.”

Ég vona að fleiri taki undir með mér í þessum málum, það má ekki leifa svona sérhagsmunahópum að hefta tjáningafrelsið.

Kveðja,
Guðbjörn