Ég væri alveg til í að sleppa við þessi hlé, allavega ef myndin er styttri en 2 tímar í lengd. Sérstaklega pirrandi á hryllingsmyndum. Þær eru sérstaklega hannaðar til að byggja spennu frá byrjun til enda, það eyðileggur smá að detta út úr myndinni í korter. Fór einmitt á The Amityville Horror um daginn og þá var hlé. Fá sér að reykja og pissa áður en myndin byrjar. Og hafa nóg af snakki. Ef maður kaupir sér stórt gos þá er mjög eðlilegt að maður þurfi að pissa áður en myndin er búin....