Í hver skipti sem það kemur neikvæð frétt frá Ísrael/Palestínu þá eru Huganotendur fljótir að birta það hérna og bölva yfir Ísrael. En þegar það er eitthvað jákvætt þá kemur engin umræða. Vona að allir hafi opið hugarfar nú í stað þess að byrja að hella sér yfir hversu slæmir Ísraelsmenn séu.

15.ágúst næstkomandi munu Ísraelar afhenta Palestínumönnum hertekið svæði á Gaza svæðinu. Til þess að geta afhent svæðið þarf að brottnema 7.500 Ísraelsmenn frá svæðinu, og hjálpa þeim að flytja í ný húsnæði á ýmsum stöðum í Ísrael. Búast má við að 45.000 hermenn taki þátt í aðgerðinni og að 6.000 blaðamenn verði á svæðinu. Undirbúningur er nú þegar hafinn.

Ariel Sharon forsætisráðherra lagði pólitískt líf sitt undir til þess að þessi aðgerð yrði að veruleika, og munaði litlu að hann fengi hana ekki samþykkta.

Gott hjá Ariel og gott hjá Ísrael.